Fasteignaleitin
Skráð 5. mars 2025
Deila eign
Deila

Aðalgata 16

EinbýlishúsNorðurland/Siglufjörður-580
158 m2
7 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
54.900.000 kr.
Fermetraverð
347.468 kr./m2
Fasteignamat
29.600.000 kr.
Brunabótamat
66.700.000 kr.
AE
Arndís Erla Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1916
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2130071
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ágætt
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ágætt
Þak
ágætt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
nei
Lóð
100
Upphitun
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir eignina Aðalgata 16, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0071 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Aðalgata 16 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0071, birt stærð 158.0 fm.

Mikið endurnýjuð eign frábærlega staðsett í miðbæ Siglufjarðar við grunnskólann. Björt opin rými á efri hæð, tvö baðherbergi og mörg svefnherbergi. 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing:

Gengið er inn í stórt og rúmgott flísalagt anddyri með góðu skápaplássi. Á neðri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og anddyri. Herbergin eru misstór öll parketlögð. Hjónaherbergi er stærst og með stórum skápum. Baðherbergi hefur verið gert upp og flísalagt með gráum flísum á gólfi og í walk in sturtuklefa. Ljós innrétting með grárri borðplötu og speglaskápum að ofan. Þvottahús er með ljósum flísum og útgangi í garð. 
Gengið er upp timburstiga með stál handriði og plexigleri. Efri hæð samanstendur af eldhúsi, stofu/borðstofu, baðherbergi, sjónvarpsherbergi og þremur svefnherbergjum. Fljótandi parket er á allri efri hæðinni fyrir utan baðherbergi eru dökkar flísar á gólfi og hvítar flísar á veggjum. Eldhús og stofa/borðstofa eru í opnu rými með stórgóðu gluggarými og útsýni. Baðherbergi er í gluggalausu rými með klósetti, vaski og innréttingu með grárri borðplötu. Bætt var við léttum veggjum og útbúið auka svefnherbergi á efri hæðinni og eru því þrjú svefnherbergi á efri hæð. Eignin hefur verið steinuð/múruð að utan árið 2020 og þakið tekið í gegn. Gler þarfnast endurnýjunar en gluggar í lagi. Sérstæði er með eigninni. 

Eldhús: Eldhúsið var tekið í gegn 2017 og settar hvítar Ikea innréttingar með grárri borðplötu. Eingöngu neðriskápar og háir skápar fyrir ísskáp og bakaraofn. Flísar eru á vegg og frístandandi eyja með bar stólum. 
Stofa/borðstofa: er í opnu rými með eldhúsi. 
Baðherbergi: eru tvö, annað á neðri hæð og hitta á efri hæð. Baðherbergi á neðri hæð var tekið í gegn árið 2019. 
Svefnherbergi: eru sex talsins þrjú á efri hæð og þrjú á neðri hæð. Öll eru parketlögð. Skápur er í hjónaherbergi. 
Þvottahús: er með sérútgang og góðu geymsluplássi. Flísar á gólfi.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/05/202325.400.000 kr.46.500.000 kr.158 m2294.303 kr.
18/10/201712.450.000 kr.16.800.000 kr.158 m2106.329 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Svæðisupplýsingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vallarbraut 2
Skoða eignina Vallarbraut 2
Vallarbraut 2
580 Siglufjörður
108.2 m2
Fjölbýlishús
413
531 þ.kr./m2
57.500.000 kr.
Skoða eignina Vallarbraut 2
Skoða eignina Vallarbraut 2
Vallarbraut 2
580 Siglufjörður
106.3 m2
Fjölbýlishús
413
541 þ.kr./m2
57.500.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 5
Skoða eignina Hverfisgata 5
Hverfisgata 5
580 Siglufjörður
151.4 m2
Parhús
825
356 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Skoða eignina Hlíðarvegur 20 íbúð 201
Hlíðarvegur 20 íbúð 201
580 Siglufjörður
112.9 m2
Fjölbýlishús
312
486 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin