Björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í góðu og vel viðhöldnu fjölbýlishúsi á Safamýri í Reykjavík.
Eignin er með rúmgóðum herbergjum, fallegum innréttingum og glæsilegu útsýni til suðvesturs.
- Útsýni
- Rúmgóð herbergi
- Endurnýjað baðherbergi
Fyrir nánari upplýsingar:
Tinna Bryde, löggildur fasteignasali í síma 660-5532 eða tinna@haborg.is
Eignin er skráð samkvæmt HMS 93,9 m2 þar af er geymsla 8,5 m2
Skipulag:
Anddyri / hol: Góð aðkoma, snyrtilegt hol með fatahengi.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi á svalir til suðvesturs
Eldhús: Flísalagt með snyrtilegri ljósri innréttingu og góðum borðkrók.
Baðherbergi: Nýlega endurbætt, flísalagt með "walk in" sturtu, fallegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Þvottavél er í innréttingu.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum skápum og útgengi á austursvalir.
Barnaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi.
Aðstaða í sameign:
Í kjallara er góð geymsla, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Einnig er góður geymsluskápur á palli fyrir framan íbúðina.
Viðhald á húsi undanfarin ár, að sögn seljanda:
2024: Frárennslislögn/drenlögn í kjallara stigagangsins hreinsuð og vatnsdæla sem staðsett er í húsi númer 38 og er tengd drenlögnum undir endilöngu húsinu
endurnýjuð, kaldavatnsinntak í stigagangi endurnýjað sérstaklega. Dyrabjöllur og dyrasími endurnýjað.
2022 - 2023: Húsið var sprunguviðgert að utan og málað, þakið var málað, svalahandrið hækkuð með glervegg, gluggar og gler í stigagöngum endurnýjað,
skipt um gler og glugga í húsinu eftir þörfum hjá hverjum og einum, rafmagnstafla í sameign stigagangs endurnýjuð og ljós í stigagangi endurnýjuð, rafmagn í
anddyri stigagangs endurnýjað, þakdúkur ofan á anddyri endurnýjaður. Þá var timburgrindverk sett sett kringum húsið.
2003 - 2004: Allar lagnir að og frá húsinu öllu (34-36-38) var endurnýjað og jarðvegsskipti gerð; kaldavatnslagnir, heitavatnslagnir, heimtaugar rafmagns og
síma, ljósleiðaratengingu komið á, þá var allt frárennsliskerfið (plaströr) endurnýjað frá húsvegg og út í brunn við norðurgafl, ásamt nýrri drenlögn. Ný vatnsniðurföll voru sett á bílastæði við gangstétt og brunnum með dælum komið fyrir í gangstétt til uppdælingar úr niðurföllum við ruslageymslur. Öll gangstéttin framan við húsið var endurnýjuð og tröppur að forstofum endursteyptar. Þá var gerð sérstök drenlögn í garði sem tekur við jarðvatni frá brekkurótum/garðsvæði.
Staðsetning:
Eignin er á frábærum og miðsvæðis í hjarta borgarinnar þar sem allt er innan seilingar.
Við hliðina eigninni er leikskóli og í bakgarðinum stendur Víkingsheimilið í Safamýri.
Í næsta nágrenni er Kringlan, Borgarleikhúsið, Laugardalurinn, skólar, verslanir, sundlaug og fjölbreytt afþreying.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3.800,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.