Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í sölu nýjar virkilega vandaðar og flottar íbúðir við Móstekk 12. Húsið er fjórar íbúðir, tvær í hvoru húsi og tengibygging á milli þar sem eru geymslur og svalir. Hver íbúð er með sérinngang. Staðsetning er í suð-vesturhluta bæjarins í göngufæri frá Stekkjarskóla. Íbúðir á jarðhæð ásamt geymslum eru 127,2 fm en íbúðir á efri hæð eru aðeins minni eða 123,9 fm. Einnig er sameign á jarðhæð tæknirými/hjólageymsla. Húsið er hannað af TEARK arkitektum þar sem fágað útlit, gæði og notagildi skapa eina heild. Lóðin umhverfis húsið er hönnuð af landslagsarkitektinum Hermanni Ólafssyni en á lóð fylgir hverri íbúð sér bílastæði þar sem gert er ráð fyrir hleðslustöð. Húsin eru staðsteypt, einangrað og klætt að utan með vandaðri ál utanhússklæðningu og á þaki, sem er einhalla, er soðinn tjörupappi. Öllum íbúðum verður skilað fullbúnum með gólfefnum.
Íbúð A - merkt 101 jarðhæð, verð 79.900.000.-
Íbúð B - merkt 102 jarðhæð, verð 79.900.000.-
Íbúð C - merkt 201 efrihæð, verð 84.900.000.-
Íbúð C - merkt 202 efrihæð, verð 84.900.000.-
Nánari lýsing íbúða, en sama innra skipulag er í þeim öllum:
Rúmgóð forstofa með innbyggðum fataskáp, gangur með parketi á gólfi, þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi öll með fataskápum. Rúmgott baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, handklæðaofn, innrétting, speglaskápur og "walk inn" sturta með innbyggðum blöndunartækjum. Flísalagt þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara í vinnuhæð. Sérsmíðuð elhúsinnrétting frá Voké-III. Ljúflokur á öllum skúffum og skápum ásamt innbyggðri ledlýsingu sem er undir efri skápum í eldhúsi. Heimilistæki frá AEG. Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á svalir á efri hæð og verönd á neðri hæð. Á efri hæð er skjólveggur sem skilur að svalir og svalahandrið er polýhúðað stál. Á neðri hæð fylgir séreignarflötur hverri íbúð og þar er sólpallur ásamt skjólvegg.
Svæðaskiptur gólfhiti með digital stýringum, harðparket frá og flísar á votrýmum. Gluggar eru vandaðir ál/tré frá IDEAL. Allir innveggir eru annarsvegar steyptir burðarveggir og hinsvegar hlaðnir milliveggjasteini úr léttsteypu. Í loftum er dúkaloft með innfelldri Led lýsingu en dúkurinn skapar góða hljóðvist í íbúðunum og íbúðir á efri hæð eru með mikla lofthæð. Lóð, fullfrágengin, gras, gróður, leiktæki, hellulagðar stéttir og malbikað bílaplan með 27 bílastæðum en hverri íbúð fylgir eitt sér stæði þar sem lagt hefur verið fyrir hleðslustöð sem tengist beint inn á rafmagnsmæli hverrar íbúðar. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð.
Virkilega flottar íbúðir, í vönduðu húsi þar sem skipulag, frágangur, efnisval og innréttingar eru til fyrirmyndar.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is
og Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@husfasteign.is
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð