Virkilega sjarmerandi einbýlishús á einni hæð við Bláskóga í Hveragerði. Mikið endurnýjuð eign þar sem sjón er sögu ríkari.
Fáðu sendan sölubækling og bókaðu einkaskoðun með því að senda póst á arni@palssonfasteignasala.is
* Stór 1300 m2 lóð með verðlaunagarði 2020
* Mikið endurnýjuð eign - sá lýsingu.
* 3 svefnherbergi ásamt rislofti sem nýtist sem fjórða svefnherbergið
* Tvö baðherbergi
* Stór bílskúr***EIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA***
Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / lgf. S: 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is******palssonfasteignasala.is**********verdmat.is****Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 196,30 m2 þar af er bílskúr skráður 60 m2.Eignin skiptist í forstofu/þvottahús, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofa, stofa, þrjú svefnherbergi, fataherbergi (var anddyri), risloft sem nýtist sem svefnherbergi og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð með góðu skápaplássi og er nýtt sem
þvottahús að auki.
Eldhús og borðstofa saman í opnu rými. Eldhúsinnrétting var endurnýjuð 2021 og er virkilega snyrtileg. Hvít innrétting og viðar borðplata.
Borðstofa myndar skemmtilegt flæði við eldhúsið. Flísar á gólfi með gólfhita.
Stofa með parket á gólfi og útgengt á viðarverönd.
Frá stofu er stigi upp á risloft sem nýst hefur sem svefnherbergi. Risloftið er ekki inn í heildarfermetratölu eignarinnar. Baðherbergi 1 er með innréttingu, wc, handklæðaofni og sturtu. Flísar í kringum sturtu og náttúrusteinn á gólfi.
Baðherbergið var búið til árið 2015 úr hluta af eldhúsi. Svefnherbergi 1 er rúmgott. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 er nýtt sem skrifstofuherbergi í dag. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 er með baðherbergi inn af. Parket á gólfi.
Baðherbergið var endurnýjað 2015 og er flísalagt í hólf og gólf. Wc, innrétting og sturtuklefi.
Fataherbergi með náttúrustein á gólfi. Var upprunalegt anddyri en er nýtt sem fataherbergi í dag.
Bílskúr er mjög rúmgóður og hefur mikla möguleika.
Lóðin fékk verðlaun frá Hveragerðisbæ árið 2020. Virkilega falleg með miklum gróðri. Miklar endurbætur/viðgerðir hafa farið fram frá 2015 og þær eru helstar eftirfarandi:
- Skipt um þakjajárn, íbúðarhús 2015
- Regnvatnslögn löguð 2015
- Gólfefni, allt endurnýjað 2015 og 2016, nema eldhúsgólf/opið rými 2021
- Allt skólp lagt nýtt að brunni 2015(nema stubbur sem fyrri eigandi hafði endurnýjað)
- Allar neysluvatnslagnir endurnýjaðar inni og úti (að brunni)
- Hreinsun og endurbætur á lóð byrja 2015
- Skipt um gler í „gamla húsinu „ og þvottahúsi 2015
- Rafmagn yfirfarið 2015
- Ofnalagnir yfirfarnar 2015
- Skipt um þakjárn á bílskúr 2016
- Þakkantur endurnýjaður, settar rennur, húsið klætt að hluta og einangrað undir klæðninguna 2017
- Ris/geymsluloft, hreingert og einangrað að hluta 2016
- Rafmagn endurnýjað að hluta og skipt um allt í töflu 2020 og 2021
- Gólfhiti lagður(í eldhús/opið rými) og skipt um ofna í herbergjum
- Baðherbergi 1( blátt/ orange/hvítt) . Allt nýtt þar nema klósettið. Skólplögninni hafði verið skipt út áður af fyrri eiganda og fagmaður gerði ekki athugasemd við hana 2015
- Baðherbergi 2 (svart/bleikt/náttúrusteinn) Allt nýtt 2015.
- Skápar og innréttingar (eldhús) 2017 – 2022Athygli vakin á því að eigninni hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum.
Um er að ræða góða eign í grónu og fallegu hverfi í Hveragerði.
Göngufæri er í leikskóla og þjónustu.Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendurNýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.