Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Björt og rúmgóð þriggja herbergja íbúð á frábærum stað í góðu fjölbýlishúsi með lyftu í Sunnusmára 24 í 201 Kópavogi. Eignin telur 114,4fm auk sér bílastæðis með tengi fyrir hleðslustöð í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara hússins. Skipulag telur, Forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi, ásamt alrými með eldhúsi, borðstofu, stofu og útgengi á rúmgóðan sólpall.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Lýsing eignar:
Forstofa: harðparket á gólfi, fataskápar.
Setustofa/borðstofa: mjög rúmgóð og björt, harðparket á gólfi, opin við eldhús.
Eldhús: rúmgott eldhús, hvít innrétting með góðu skápa og vinnuplássi, útgengt á skjólgóðan sólpall.
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápar.
Svefnherbergi: harðparket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á veggjum og gólfi, flísalagður sturtklefi með glerhlið, hvít innrétting undir vaski, veggskápar, upphengt salerni, handklæðaofn.
Þvottahús: á svefnherbergisgangi innan íbúðar, flísar á gólfi, tengi fyrir vélar, skolvaskur.
Með íbúðinni fylgir bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu og tengi fyrir hleðslustöð. Sérgeymsla er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu í sameign. Stigagangur er mjög snyrtilegur með flísum og teppi.
Um er að ræða frábæra staðsetningu í Sunnusmára 24, 201 Kópavogi. Sunnusmári er nýtt hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla. Sunnusmári er frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í íbúðarhverfi þar sem öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.