Hraunhamar kynnir: Sérlega fallega, nýlega þriggja til fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu vel staðsettu fjölbýli með lyftu miðsvæðis í vallarhverfinu. Íbúð 301 er 4ra herbergja 91 fm og snúa svalirnar til suðvesturs, glæsilegt útsýni. Húsið var byggt árið 2020.Íbúðinni var breytt úr þriggja herbergja í fjögurra herbergja og nýtist því frábærlega vel. Bætt var við herbergi þar sem eldhúsið var á upphaflegri teikningu. Íbúðin er til afhendingar fljótlega.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent straxLýsing eignar: Forstofa er flísalögð með fataskáp, rúmgott
hol.
Eldhúsið er með fallegum innréttingum og vönduðum tækjum.
Rúmgóð björt
stofa og borðstofa, útgangur á góðar
svalir sem snúa til suðurs.
Svefnherbergið er rúmgott með góðum fataskápum.
Tvö fín
herbergi annað með skáp. Annað herbergi var áður eldhús sem var fært í alrými.
Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa og innréttingu,
Sér
þvottahús í íbúðinni,.
Parket og flísar á gólfum.
Sérgeymsla í sameign á fyrstu hæð og þar er einnig stór hjóla-og vagnageymsla.
Húsið er staðsteypt, klætt að utan með álklæðningu, ál/tré gluggar.Þetta eru falleg íbúð sem nýtist sérlega vel. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla.
Búið að koma fyrir sameiginlegri hleðslustöð á lóðinni. Búið að hanna og fá leyfi fyrir svalalokun.
Íbúðin er bara ein af tveimur á "stigagangi" í þessum hluta hússins, úti á enda, lítið ónæði.
Bókið einkaskoðun hjá Hlyni Halldórssyni fasteignasala í s. 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi