Fasteignaleitin
Skráð 13. jan. 2026
Deila eign
Deila

Skipholt 51

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
88.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
788.939 kr./m2
Fasteignamat
66.750.000 kr.
Brunabótamat
39.950.000 kr.
SK
Sigríður Kjartansdóttir
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2013274
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd til vesturs
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn – sími 570 4500 – kynnir:

Mikið uppgerð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Skipholt – vestursvalir, miðsvæðis og stutt í Laugardal.


Vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli á vinsælum stað á miðsvæði Reykjavíkur við Skipholt, stutt í Laugardal. Íbúðin er mikið uppgerð, björt og rúmgóð, með rúmgóðum vestursvölum sem njóta síðdegissólar. Útiaðstaða er afar góð í stórum sameiginlegum grasi vöxnum garði með trjám í jöðrum og leiktækjum.

Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er eignin 88,6 fm, þar af geymsla 4,7 fm og skiptist í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, borðstofu og stofu. Í sameign er þvottahús, þurrkherbergi og hjóla-/vagnageymsla.

Nýlega er búið að endurnýja flest allt í íbúðinni.
Ný eldhúsinnrétting ásamt nýjum tækjum, uppþvottavél, ísskápur, ofn, helluborð og vifta.
Nýtt parket á stofu, borðstofu, forstofu, holi og eldhúsi og nýlegt í herbergjum.
Endurnýjað baðherbergi, nýr sturtuklefi með nýrri flísalögn, vaski, innréttingu og salerni.
Einnig eru gluggar endurnýjaðir á austurhlið hússins og drenlagnir nýlega endurnýjaðar.

Nánari lýsing:
Stigagangur, flísalagt anddyri, teppalagt stigahús.
Forstofa og hol, rúmgott með nýju parketi.
Stofa/borðstofa, björt og rúmgóð með nýju parketi og útgengi á rúmgóðar vestursvalir.
Eldhús, bjart og rúmgott með nýrri innréttingu, góðri borðaðstöðu og nýju parketi; ný tæki fylgja.
Baðherbergi, flísalagt, nýr sturtuklefi, vaskur með innréttingu og salerni.
Hjónaherbergi, parketlagt, fataskápur.
Barnaherbergi, parketlagt, fataskápur.

Í kjallari  og sameign eru,
Sérgeymsla, 4,7 fm, máluð gólf og hillur.
Sameiginlegt þvottahús, með glugga, sameiginlegar vélar.
Þurrkherbergi og hjóla-/vagnageymsla, með aðgengi að lóð.

Lóð og nærumhverfi.
Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu og fjölda bílastæða að vestanverðu, framan við húsið. Austan við húsið er stór sameiginlegur grasi vaxinn garður með leiktækjum. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og menntaskóla, þjónustu, verslanir, kaffihús og veitingastaði, auk þess sem göngufæri er í Laugardal.

Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is



Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/01/202666.750.000 kr.65.000.000 kr.88.6 m2733.634 kr.
25/06/202041.050.000 kr.39.500.000 kr.88.6 m2445.823 kr.
23/12/201523.250.000 kr.27.300.000 kr.88.6 m2308.126 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugaborg (219)
Opið hús:15. jan. kl 16:00-17:00
L219.png
Skoða eignina Laugaborg (219)
Laugaborg (219)
105 Reykjavík
75.1 m2
Fjölbýlishús
211
957 þ.kr./m2
71.900.000 kr.
Skoða eignina Bolholt 7
Bílastæði
Skoða eignina Bolholt 7
Bolholt 7
105 Reykjavík
69.3 m2
Fjölbýlishús
211
1025 þ.kr./m2
71.000.000 kr.
Skoða eignina Stigahlíð 18
Skoða eignina Stigahlíð 18
Stigahlíð 18
105 Reykjavík
80.8 m2
Fjölbýlishús
312
865 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Bolholt 7
Bílastæði
Skoða eignina Bolholt 7
Bolholt 7
105 Reykjavík
69.3 m2
Fjölbýlishús
211
1025 þ.kr./m2
71.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin