TIL LEIGU: Kjöreign ehf., Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir verslunar- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð í þekktu húsnæði við Laugaveg 59, Rvk. KJÖRGARÐUR. Húsnæðið er 401,6 fm.
Húsnæðið var í áratugi í leigu til Kormáks og Skjaldar fataverslun. Tveir inngangar eru inn í húsnæðið. Aðgengi er úr rúmgóðu anddyri Laugavegsmeginn og að neðanverðu, Í húsinu er lyfta milli allra hæða. Í húsinu eru verslanir (Bónus), veitingastaður (Dill) skrifstofur og íbúðir á efri hæðum hússins. Góður auglýsingagluggi er á jarðhæðinni Laugavegsmeginn. Húsnæðið er laust til afhendingar. Innifalið í umsamdri húsaleigu er rafmagn og hiti ásamt sameignarkostnaði. Húsnæðið er skiptanlegt. Húsið er í sérlega góðu ástandi og vel fylgst með þrifum og umgengni. Húsnæðið er til afhendingar við undirritun leigusamnings.
Mánaðarleg húsaleiga er kr. 750.000,- + vsk. og allur annar kostnaður við rekstur húsnæðisins er kr. 168.000,- á mánuði.
Upplýsingar gefur Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013