101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Vel staðsetta þriggja herbergja kjallaraíbúð með mikla möguleika og sérinngangi í Vesturbænum.
Verslun, Vesturbæjarlaug, skólar, háskólar og leikskólar í göngufæri og stutt niður í miðbæ og að Ægissíðu.Lýsing eignar:Komið er inn í íbúð um sérinngang vestan megin við húseign.
Forstofa flísalögð og með fatahengi og upphengdum skóskáp.
Stofa er einkar rúmgóð parketlögð og með glugga er snýr í suður að garði.
Hjónaherbergi er rúmgott parketlagt og með innbyggðum skápum. Gluggi snýr í suður að garði.
Barnaherbergi innangengt frá stofu. Gluggar í suður að garði og til austurs.
Eldhús, dúklagt gólf, eldhúsinnrétting endurnýjuð að hluta, viðarborð ásamt vaski, neðri skúffur og skápur, innbyggð uppþvottavél ásamt ofni. Eldri innrétting, efri skápar, hillur og neðri skápar og skúffur. Gluggi í eldhúsi snýr í austur.
Baðherbergi nýlega endurnýjað, flísalagt gólf og veggir að hluta, handklæðaofn og innangengt í rúmgóða sturtu. Baðinnrétting með viðarborði, skápum undir og handlaug á borði, spegill þar fyrir ofan.
Geymsla sér á geymslugangi.
Sameiginlegt rúmgott
þvottahús.
Sameiginlegur
garður. Snjóbræðslukerfi er í göngustétt frá hliði að tröppum hússins endurnýjað 2007.
Dren endurnýjað 2007 og allt frárennsli frá vöskum, klósettum lagt í nýja lóðrétta stamma og út í nýja tengibrunna á lóð og þrætt nýtt rör í lögn út í götu.
Hús múrviðgert og steinað ásamt steypuviðgerðum á svölum, og skyggni yfir útihurðum steyptar 2008.
Tvöfalt gler ísett í glugga íbúðar 2008.
Lagnir í kjallaríbúð endurnýjaðar 2020.Endurnýjun á rafmagnsdósum að hluta í íbúð 2021.
Bætt við rafmagnsdósum að hluta í stofu, eldhúsi, herbergjum og á gangi við skrifborð.
Hluti eldhúss endurnýjað 2021.Dýrahald er í húsi. Eign með mikla möguleika á vinsælum stað í borginni þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu og afþreyingu.Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.