Fasteignasalan TORG kynnir í sölu glæsilega 4ra herbergja íbúð á 4. hæð í nýju Svansvottuðu lyftuhúsi á frábærum stað í Hamraneshverfi í Hafnarfirði. Vönduð og vel skipulögð eign, aukin lofthæð, fallegt útsýni og svalir til suðvesturs. Laus strax og afhendist fullbúin með gólfefnum, tækjum, ljósum sem er til staðar. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, eldhús ásamt stofu og borðstofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sér þvottaherbergi innan íbúðar ásamt sérgeymslu og hjólageymslu í sameign. Möguleiki að leigja bílastæði í bílageymslu og kaupa innbú sérstaklega. Leyfi er fyrir dýrahaldi. Draumaeign þeirra sem vilja leika og lifa í nánd við náttúruna. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Frábær staðsetning í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í mikilli nálægð við óspillta náttúru og falleg útivistarsvæði. Stutt er í helstu þjónustu og verslanir. Leik- og grunnskólar eru í göngufæri auk þess sem íþróttamiðstöð Hauka og Ásvallalaug er í næsta nágrenni. Svæðið er umlukið fallegri náttúru með fjölbreyttum göngu- og hjólaleiðum, en stutt er í vinsæl útivistarsvæði eins og Hvaleyrarvatn, Ásfjall og Heiðmörk til að njóta útiverunnar.Um er að ræða Íbúð 406 að Áshamar 42. Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 111,1 m2, þarf af er 9,7 m2 geymsla í kjallara.Hægt er að nálgast skilalýsingu og fá nánari upplýsingar hjá Margréti Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.isSkipulag og lýsing eignarhluta:Forstofa er opin með harðparket á gólfi og góðum forstofuskápum.
Gangur liggur frá forstofu og tengir saman aðrar vistverur íbúðar.
Alrými þar sem eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými, með stórum gluggum á tvo vegu.
Eldhús með fallegri innréttingu frá Parka, vönduðum tækjum frá AEG, innfeldum tvöföldum ísskáp og uppþvottavél. Gott vinnupláss á eyju með helluborð til eldunar og háf, fallegt harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og björt með einstökum útsýnisglugga við borðstofu með útsýni út í hraunið. Gluggasilla er breið og því auðvelt að sitja í glugganum, harðparket á gólfi. Útgengt á suðvestursvalir úr stofu.
Hjónaherbergi er rúmgott með glugga á tvo vegu og góðum fataskáp, fallegt harðparket á gólfi.
Svefnherbergi (I) er rúmgott og bjart með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi (II) bjart með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með fallegri innréttingu við vask og speglaskáp á vegg, upphengdu salerni og inngengri sturtu.
Þvottahús er flísalagt með vinnuborði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara sem fylgja eigninni.
Sérgeymsla íbúðar er inn af sameignargangi í kjallara hússins.
Möguleiki er að kaupa allt innbú sem er til staðar við skoðun gegn nánari samkomulagi. Ath innbú er ekki innifalið í ásettu verði eignar. Húsið og lóðinÁshamar 42 er fimm hæða steinsteypt og álklætt fjölbýlishús auk kjallara. Í stigaganginum eru 28 íbúðir, og í kjallara þess eru sérgeymslur íbúða ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Húsið er hluti af klasabyggingu við Áshamar 42-48, þar sem skemmtilegur garður tengir húsin saman.
Aðkoman að húsinu er góð. Stéttar næst húsi eru hellulagðar og snjóbræðslulögn í gangstígum framan við húsin samkvæmt teikningu. Sameiginleg bílastæði eru á bílaplani sem tilheyra húsinu og möguleiki er á leigu á stæði í bílageymslu.
Svansvottun - Byggingarnar að Áshamri 42-48 eru Svansvottaðar og uppfylla ströngustu umhverfiskröfur Norðurlandanna. Hönnun miðar að lágmarks orkunotkun, betri loftræstingu og hámarksnýtingu dagsbirtu. Allt byggingarefni og verkferlar lúta ströngu eftirliti. Nánari upplýsingar um Svanvottunarferli
hér. Verkland er byggingaraðili hússins og er reynslumikið og traust byggingarfyrirtæki sem hefur unnið við húsbyggingar í áratugi.
Staðsetning og nærumhverfiHamraneshverfi er vel staðsett og fjölskylduvænt hverfi í mikilli uppbyggingu með skóla, leiksskóla og falleg útivistarsvæði í næsta nágrenni. Tveir barnaskólar og þrír leikskólar eru til staðar í hverfinu ásamt góðri aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Í framtíðinni er gert ráð fyrir enn frekari uppbyggingu með grunnskóla, fleiri leikskólum og heilsugæslu í hverfinu. Hamraneshverfi er kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta samspils náttúru og borgarlífs í fallegu umhverfi þar sem stutt er í góða þjónustu og aðstöðu fyrir alla fjölskylduna.
Einstakt tækifæri til að eignast vandaða íbúð á frábærum stað í Hafnarfirði!Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 / margret@fstorg.isHafdís Rafnsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
820-2222 /
hafdis@fstorg.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.