Sölvi Sævarsson og Domusnova fasteignasala kynna í sölu: Glæsileg 4ra herbergja 132,6 fm efri sérhæð ásamt 36,4 fm bílskúr alls 169 fm. Stórar þaksvalir út af stofu og eldhúsi. Eignin skilast fullbúinn að innan með grófjafnaðri lóð.Laus til afhendingar strax -
SÝNI SAMDÆGURS.
- Góð lofthæð í stofu með hljóðloftum og óbeinni lýsingu við veggi.
- Stórt alrými eldhús/stofa.
- Tvö baðherbergi.
- Vandaðar innréttingar og gólfefni frá Parka.
- Hjónaherbergi með sé baðherbergi og fataherbergi.
- 70 fm þaksvalir út af stofu.
VILTU VITA HVERS VIRÐI FASTEIGNINN ÞÍN ER Í DAG ?
Fáðu frítt fasteignaverðmat
fastverdmat.isAllar frekari upplýsingar veitir Sölvi Sævarson löggiltur fasteignasali í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing á skipulagi húss skv teikningu arkitekts: Íbúð á efri hæð: Teikning sýnir, anddyri með góðu skáparými. Alrými sem er eldhús, borðstofa, sjónvarpshol og stofa. Tvö ágætlega rúmgóð barnaherbergi og stórt hjónaherbergi með fataherbergi ásamt baðherbergi inn af hjónarými. Einnig er annað gott baðherbergi með góðu þvottahúsi í sama rými. Geymsla inn af bílskúr.
Hádegisskarð 8B Hafnarfirði
Skilalýsing:Fullbúið að utan án lóðarfrágangs, tilbúið til innréttinga að
innan.
Frágangur utanhúss:
Almennt: Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan, og að innan samkv
byggingastigi 5 IST 51.2001. , þó með þeim undantekningum sem frá greinir hér á
eftir.
Frágangur utanhúss:
Útveggir:
Veggir 1. hæðar
Veggir eru filthúðaðir með steiningarlími og málaðir.
Veggir 2. hæðar
Klæddir veggir, sem eru einangraðir með 100 mm steinull og klæddir með
lóðréttri smábáru álklæðningu frá Áltak
Þak: Þök eru annars vegar hefðbundin útloftuð sperruþök. Ysta klæðning þessa
þaks þaka er úr PVC dúkur og hins vegar steypt þok , sem eru einangruð með min
200 mm polystyren plasteinangrun , sem fergt er niður með núinni sjávarmöl.
Kantar þakbrúna eru dökk gráir að lit samsvarandi litur og á klæðningu..
Handrið: Svalahandrið er úr steypu, og gleri .
Gluggar: Gluggar eru álklæddir trégluggar úr furu og opnanleg fög og hurðir úr
furulímtré. Allir gluggar og hurðir eru gráir Ral 7016 Gler er tvöfalt k gler, glært
Top N+ gler. Bílskúrshurð er grá stálfellihurð. Litur RAL 7016
Lóð:
Lóð verður grófjöfnuð, þ.e. Jarðvegsskiptum verður lokið undir hellulögnum, og
önnur svæði skilast ca 20- 30 cm undir endanlegu yfirborði..
Frágangur innanhúss:
Veggir: Hluti útveggja eru einangraðir að innan og þá með 100 mm polystyren
einangrun, múrhúðaðir, og sandsparslaðir.
Útveggir sem eru einangraðir að utan er skilað sandspörsluðum .
Léttir innveggir eru hefðbundnir gipsveggir. Þ. 2*13 mm gipsplötur 70 mm
stálgrind og 50 mm einangrun, skilað tilbúnum undir spörslun
Steyptir innveggir er skilað sandspörsluðum.
Veggir í votrýmum Þ.e þvottahúsum og böðum eru hlaðnir með 120 mm
gassteypusteinum. Veggir í bílskúr verða skilaðir múrhúðaðir, án spörslunar
Loft: Steypt loft eru sandspörtluð. Létt loft yfir 2. hæð er skilað með 225 mm
steinullareinangrun, rakavarnarlagi, og raflagnagrind án loftaklæðningu.
Gólf: Gólf verða frágengin í rétta hæð undir endanlegt slitlag. Yfirborð gólfa er
ekki rykbundið.
Lagnir:
Hitalagnir: Húsið er upphitað með gólfhitalögnum sem eru frágengnar að
undanskildum hitastillum í herbergjum og stýribúnaði í gólftengikistu, þ.e
segulrofar stjórntölva og þ.h. Bílskúr er upphitaður með ofni og skilast hann
fullfrágenginn.
Neysluvatnslagnir: Neysluvatnslagnir verða tengdar við stofninntak og
frágengnar að tækjum.
Frárennslislagnir: Frárennslislagnir verða frágengnar að tækjum, og að
niðurföllum.
Lagnir eru frágengnar að niðurföllum. Sturtuniðurföll og endanlegur frágangur á
öðrum á niðurföllum fylgir ekki þar sem hæð niðurfalla verður að fylgja með hæð
valdra gólfefna.
Raflagnir: Allar pípur fyrir lá og smáspennu milli taflna og tengidósa, loftadósa og
tengla verða fullgerðar Vinnuljós verða tengd í hverju herbergi. Tenglar úti, útiljós
og dyrasími fylgja ekki. Ekki er gert ráð fyrir hefðbundnum loftnetslögnum í
byggingunni.
Lýsing byggingarinnar er að mestu hugsuð með innfeldum led ljósum. Ljósakassar
fyrir þau ljós sem eru ísteypt ,eru komin
Almennt:
Skilalýsing þessi er hluti af kaupsamningi íbúða við Hádegisskarð 8, Hafnarfirði. Vakin er athygli á því að byggingaraðili áskilur sér rétt til að gera útlits,efnis, og tæknilegar breytingar á byggingatímanum. Ef um slíkar breytingar er að ræða, skal byggingaraðili leitast við að halda sambærilegum gæðum byggingahluta og íhluta. Vísað er til hönnunargagna ( m.a byggingarnefndateikninga ) varðandi nákvæmar útfærslur á atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni. Auglýsingaefni og 3D teikningar eingöngu til hliðsjóna. Komi upp vafamál og eða misræmi eru samþykktar teikningar gildandi. Almennt miðast skil hússins við vandaðan frágang og viðurkennd skil á íbúðarhúsnæði.
Áður en íbúðum er skilað mun verktaki þrífa íbúðirnar. Athuga skal þó að mikið ryk fylgir framkvæmdum og geta því kaupendur átt von á því að þurfa að þurka af aftur við afhendingu. Í nýjum íbúðum getur verið mikill byggingaraki. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum, en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil
bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, málningu,sparsl og sólbekki. Því er nauðsynlegt að hafa gluggann lítillega opin til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna.Íbúðaeigandi gæti þurft að hreinsa sigti áblöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina. Einnig skal ætið fylgjast vel með niðurföllum í bað og þvottaherbergjum og niðurföllum í svölum og þaki. Svalagólf er nauðsynlegt að sílanbera á tveggja ára fresti.
Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki. Varast skal að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna sprunguhættu og rakamyndunar.
Aðalhurðir hússins svo og bílgeymsluhurð þarf að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt og skipta þarf um gorma bílgeymsluhurðar með nokkurra ára millibili.
Við afhendingu íbúða fer fram sameiginleg skoðun seljanda og kaupanda, þar sem farið er yfir helstu atriði og bætt úr ef einhverjir ágallar finnast. Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr steypu og timbri eða öðrum atriðum sem heyra undir viðhald hússins.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 67.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.