Fasteignamiðlun ehf. auglýsir íbúðir í nýbyggingu við Jarpstjörn 2 - 4, Úlfarsárdal, 113 Reykjavík. Afhending í maí 2023. Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir öllum íbúðum.
Íbúð merkt 0405 - Tvö svefnherbergi, fataherbergi í hjónaherbergi. Tvennar svalir þ.a. þaksvalir með stórkostlegu útsýni. Minni svalir út frá stofu sem snúa að sameiginlegu porti, virkilega fallegt útsýni.
Virkilega falleg og rúmgóð 102,4 fm íbúð á fjórðu hæð. Tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottahúsi, opið eldhús inn í borðstofu og stofu. Bílastæði í bílakjallara merkt B24. Allar íbúðir eru með sér loftræstikerfi sem stuðlar að heilbrigði húss og íbúa, auk orkusparnaðar sem skilar allt að 80% endurnýting á varma. Vönduð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Svalir með rennihurð.
Nánari upplýsingar veitir: Gunnar Bergmann löggiltur fasteignasali í síma 839-1600 eða gunnar@fasteignamidlun.is - BÓKIÐ SKOÐUN.
Nánari lýsing:
Komið er inn forstofu með fataskápum.
Baðherbergi: Baðherbergi með sturtuklefa. Handlaug, handklæðaofn og upphengt salerni. Innréttingar frá Axis og blöndunartæki frá Byko Flísar á gólfum og veggjum af tegundinni Sunstone Baugi, stærð 61x61 cm.
Eldhús: Eldhúsinnrétting lakkaðar í hvítum lit með góðu skápaplássi frá Axis.Borðplötur eru grátóna. Bakaraofn, helluborð og háfur eru af gerðinni AEG, góð vinnuaðstaða.Uppþvottavél fylgir með hverri íbúð.
Svefnherbergi: Hjónaherbergi(17 fm) er rúmgott með góðu skápaplássi í fataherbergi. Barnaherbergi, rúmgott með skáp, um 11,6 fm.
Stofa/ borðstofa: Rúmgóð setustofa og borðstofa opið inn í eldhús. Gengið er út á svalir út frá stofu, stór rennihurð.
Þvottahús: Þvottahús inn á salerni með fallegri innréttingu frá Axis.
Bílakjallari og geymsla: Bílastæði í lokuðum bílakjallara fylgir íbúðinni ásamt 10,8 fm geymslu merkt 0007.
Íbúðirnar verða afhentar án gólfefna, nema á votrýmum verða flísalögð. Eldhús- og baðinnréttingar eru sérsmíðuð af vandaðri gerð frá Axis.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5, 101 Reykjavík - fasteignamidlun@fasteignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.