Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Davíðshagi 6 íbúð 101 - Skemmtileg 4ra herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð í góðu fjölbýlishúsi í Hagahverfi - stærð 94,4 m²Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Sér geymsla er í kjallara.
Forstofa, flísar á gólfi og tvöfaldur fataskápur .
Eldhús, vönduð innrétting út
plastlagðri struktur-eik. Svart keramik helluborð, stál bakaraofn og innbyggð vifta. Ísskápur með frysti er innbyggður í innréttingu og fylgir með við sölu eignar.
Stofa ljóst harð parket á gólfi og hurð út á steypta verönd (skráð 13,0 m² skv. teikningu).
Svefnherbergin eru þrjú, öll með harð parketi á gólfi og fataskápum. Stærð herbergja er skv. teikningum 8,1, 9,6 og 11,9 m².
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, vönduð innrétting er úr plastlagðri struktur-eik og speglaskápur, upphengt wc og sturta með glerhurðum. Stæði er í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Sér
geymsla er í kjallara, skráð 8,8 m² að stærð. Þar eru flísar á gólfi og hillur.
Annað- Íbúðin er nýlega máluð bæði veggir og loft (sept 2024).
- Gólfhiti er í öllum rýmum íbúðar.
- Innihurðir eru úr plastlagðri struktur-eik.
- Búið er að stækka verönd til vesturs.
- Mynddyrasími
- Snyrtileg sameign.
- Hjóla- og vagnageymsla í sameigninni er með flísum á gólfi.
- Snjóbræðsla í stétt fyrir framan hús.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.