Fasteignaleitin
Skráð 28. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Gulaþing 15

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
255.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
224.900.000 kr.
Fermetraverð
880.235 kr./m2
Fasteignamat
173.700.000 kr.
Brunabótamat
136.700.000 kr.
Mynd af Elín Urður Hrafnberg
Elín Urður Hrafnberg
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 2021
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2329295
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
verönd
Lóð
100
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Matsstig
8 - Í notkun
Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu:

***Eignin er seld með fyrirvara***


Virkilega glæsilegt og vandað nútímalegt einbýlishús með innbyggðum bílskúr, hjónasvítu og frábæru útsýni í Gulaþingi 15 í Kópavogi.
Um er að ræða 255,5 fm steypt einbýlishús með álklæðningu byggt 2021. Húsið er teiknað af Einari Ólafssyni. Allar innréttingar og skápar eru sérsmíðuð frá Parka, öll inniljós eru hönnuð af arkítekt með stýringum og fylgja. Innbyggð ljós í sjónsteypu og led ljós í útjaðri í loftum. Flottur þakgluggi yfir stigaopinu sem gefur holinu mikla birtu. Hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi. Gólfhiti og stýringar í öllu húsinu. Tvö baðherbergi og gestasnyrting. 
Samkvæmt teikningu skiptist húsið á efri hæð í: anddyri, gestasnyrtingu, eldhús, stofu, skrifstofu/herbergi, hol og bílskúr. Á neðri hæðinni eru tvö rúmgóð barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi. 

Flísar á öllu húsinu nema í svefnherbergjum þar er parket og epoxý á bílskúr.
Lóð fullfrágengin með snjóbræðslu í plani, hleðslustöð og rafmangspotti í bakgarði. Steyptur veggur með skjólgirðingu afmarkar lóðarmörk.
Seljandi sér um að klára lokaúttekt.

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til elin@gimli.is
Bókið einkaskoðun þar sem ekki verður haldið opið hús.


NÁNARI LÝSING:
Efri hæð
Anddyri: með flísum á gólfi, forstofuskápum og glerrennihurð. Innangengt í bílskúr úr forstofu.
Gestasalerni: inn af anddyri, mjög rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu wc og vaski.
Hol: virkilega bjart þar sem stór þakgluggi er yfir stigaopinu og sjónsteypu með innbyggðri led lýsingu sem nær niður á neðri hæðina.
Eldhús: Vöndur sérsmíðuð innrétting, kvarts steinn á borði, tækjaskápur, helluborð með gufugleypi, ofn ásamt combi ofni
 í vinnuhæð, innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél. Gólfsíðir gluggar og rennihurð út á steyptan pall.
Stofa: með gas arni og gólfsíðum gluggum með virkilega fallegur útsýni yfir Elliðavatn og til Bláfjalla. 
Skrifstofa/herbergi#1: með rennihurð. 
Neðri hæð
Gangur: með innbyggðum led ljósum í sjónsteypu og hurð út í garð.
Hjónasvíta: mjög rúmgóð með innbyggðu ljósi fyrir ofan rúmið í lofti og parketi á gólfi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með Walk in sturtu, baðkari, upphengdu wc, innréttingu með vaski, speglaskáp með ljósum, handklæðaofni, innbyggð ljósi í útjaðri í lofti og hurð út í garð. Fataherbergi með miklu skápaplássi, hengi og glugga.
Herbergi#3: með skáp og parketi á gólfi.
Herbergi#4: með skáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf með Walk in sturtu, sturtugleri, upphengdu wc, innréttingu með vaski og handklæðaofni.
Þvottahús: mjög rúmgott með innréttingu með vaski þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. 
Geymsla: góð geymsla er á neðri hæðinni.
Bílskúr: með epoxý á gólfi og bílskúrshurð með rafmagnsopnara. 
Lóð: stendur á 634 fermetra lóð sem er full frágengin, að framan er búið að helluleggja og steypa heimkeyrsluna þar er einnig hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl, á hliðum eru steyptar tröppur ásamt steyptum blómapottum, á jarðhæðinni er svo mjög skjólgóður hellulagður garður með heitum potti.

Eign sem vert er að skoða. 


Niðurlag:
Virkilega vandað og fallegt nútíma hús á frábærum stað í Kópavogi. Eignin er staðsett í grónu og eftirsóttu hverfi við Vatnsenda þar sem stutt er í skóla og leikskóla. 

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2021
34.8 m2
Fasteignanúmer
2329295
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.450.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fróðaþing 40
Bílskúr
Skoða eignina Fróðaþing 40
Fróðaþing 40
203 Kópavogur
285.7 m2
Einbýlishús
735
770 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Skoða eignina Sunnubraut 56
Bílskúr
Skoða eignina Sunnubraut 56
Sunnubraut 56
200 Kópavogur
200.1 m2
Parhús
513
1024 þ.kr./m2
204.900.000 kr.
Skoða eignina Lundur 62
Bílskúr
Skoða eignina Lundur 62
Lundur 62
200 Kópavogur
222.8 m2
Raðhús
624
987 þ.kr./m2
219.900.000 kr.
Skoða eignina Birkigrund 71
Bílskúr
Skoða eignina Birkigrund 71
Birkigrund 71
200 Kópavogur
310.4 m2
Einbýlishús
715
773 þ.kr./m2
239.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin