RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Einstaklega vandað og vel skipulagt hús, byggt 2009, á frábærum stað.
- Bílskúr innréttaður sem stúdíó / vinnustofa
- Aukin lofthæð í allri eigninni
- Arinn fyrir miðju 1.hæðar
- 5-6 bílastæði á lóð
- Gólfhiti í öllum rýmum
- Nýmálað að innan 2025
- Niðurlímt gegnheilt parket á flestum gólfum
- Gróinn og skjólgóður garður með háum trjámSamkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 274,1fm, flatarmál íbúðarrýmis er 244,6fm og flatarmál bílskúrs er 29,5fm. Lóðin verður 1.750 m² að stærð. (Heildarlóðin er í dag 4.900 fm en er verið að skipta henni upp - sjá mynd).
SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉR
Nánari lýsing:Forstofan er mjög rúmgóð með flísalögðu gólfi.
Stofa og borðstofa með parketlögðu gólfi og stórum gluggum sem hleypa inn góðri birtu. Arinn er í stofu. Gengið út í garð bæði frá stofu og borðstofu.
Eldhúsið er rúmgott og opið inn í borðstofu, hvít innrétting með rúmu skápaplássi. Borðkrókur við glugga. Frá eldhúsi er líka hægt að ganga út í garð.
Hjónaherbergi með gegnheilu parketi á gólfi og inn af því er fataherbergi. Einnig er baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi og veggjum að hluta.
Hol er rúmgott og tengir saman forstofu, eldhús, stofur og hjónaherbergi. Frá holi liggur fallegur viðarstigi upp á efri hæð.
Svefnherbergin eru tvö á efri hæð. Bæði með glugga á tvo vegu, parket á gólfum.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Skrifstofuherbergi er rúmgott og bjart. Gengið um tvöfaldar dyr út á svalir þaðan sem er fallegt útsýni meðal annars að Elliðavatni.
Þvottahúsið er inn af forstofu.
Bílskúrinn er inn af þvottahúsi og honum hefur verið breytt í stúdíóíbúð / vinnustofu.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is