Fasteignaleitin
Skráð 21. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Hlöðufell

FyrirtækiNorðurland/Húsavík-640
287.9 m2
9 Herb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
242.793 kr./m2
Fasteignamat
29.600.000 kr.
Brunabótamat
130.600.000 kr.
Byggt 1907
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2152900
Húsgerð
Fyrirtæki
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND Fasteignasala og Hrafnkell kynna: Fjárfestingartækifæri á Húsavík fyrir ferðaþjónustu.
Veitingahús og byggingarréttur í miðbænum en húsið er sérstaklega vel staðsett og stendur á 762 m2 lóð

 
Eignin stendur við Héðinsbraut 3 og var byggt árið 1907 og er á þremur hæðum, samtals 287,9 m2, sem skiptist þannig að kjallari er 108,8 m2, miðhæð er skráð 152,4 m2 og efri hæð sem er 26,7 m2.

Á lóð norðan við núverandi byggingu er heimilt reisa viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara, að grunnfleti 288 m2 og samtals á þremur hæðum 550 m2.
Lóðin og gamla húsið bjóða upp á ýmsa möguleika til uppbyggingar. Á þeim hluta lóðarinnar er nú bílastæði sem tilheyrir eigninni. 


Nánari upplýsingar veitir
Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is


Nánari lýsing eignar
Komið er inn í anddyri frá aðalgötu bæjarins og þaðan gengið upp í veitingasal. Efra loft er yfir helmingi hússins og er þar útgengi út á svalir sem snúa að aðalgötu og kjallari undir öllu húsinu sem skiptist í nokkur rými.
Elsti hluti hússins er byggður árið 1907 og var byggt við það þrisvar og það endurnýjað alveg árið 1962.
Í gegnum langa sögu hússins hafa þar verið reknar verslanir, þar hefur verið félagsheimili, veitingastaður og tvisvar hafa þar verið söfn.
Eignin hefur því mikla notkunarmöguleika og byggingarreitur norðan við húsið eykur enn frekar við mögulega notkun.
Núna er starfræktur veitinga- og skemmtistaður í húsinu og er leigusamningur í gildi sem kaupandi gæti yfirtækið.

Farið var í miklar framkvæmdir á eigninni fyrir um tveimur árum.
Að utan;

- Hefur verið skipt um allt gler og glerlista.
- Hús og þak var málað og yfirfarið
- Smíðuð stór timburverönd meðfram húsi sem hægt er að ganga út á úr aðalsal.
- Steypt fyrir framan aðalinngang til að auðvelda aðgengi
Að innan;
- Aðalsalur var endurnýjaður að næstum öllu leyti. Var þá aukið við einangrun og komið fyrir sérstakri rakarvörn. Veggir voru panelklæddir og smíðaður bar í sama stíl með skuggalýsingu. 
- Allt húsið var heilmálað að innan og parket var lagt á aðalsal og rishæð. Kjallari var málaður með gólfmálningu.
- Neysluvatns- og frárennslislagnir voru endurnýjaðar að miklu leyti og sett upp nýtt miðstöðvarkerfi og ofnar endurnýjaðir. Á sama tíma var skipt um lagnagrind og kaldavatnsinntak.
- Rafmagn var endurnýjað að mestu leyti og voru settar tvær nýjar töflur. 
- Smíðaður var hringstigi úr starfsmannaaðstöðu frá bar og niður í eldhús.
- Snyrtingar niðri voru endurnýjaðar að miklu leyti.
- Brunaboðar voru endurnýjaðir og sett upp brunastöð sem er með vaktara. 

Héðinsbraut 3, 640 Húsavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-2900 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Héðinsbraut 3 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-2900, birt stærð 287.9 fm.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/12/202021.700.000 kr.20.000.000 kr.287.9 m269.468 kr.
05/01/201515.590.000 kr.12.000.000 kr.287.9 m241.681 kr.
09/01/201314.325.000 kr.9.500.000 kr.287.9 m232.997 kr.Nei
19/07/201213.500.000 kr.8.500.000 kr.287.9 m229.524 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf
https://www.fastlind.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin