Skráð 30. sept. 2022
Deila eign
Deila

Hólanesvegur 11

Atvinnuhúsn.Norðurland/Skagaströnd-545
383.9 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.700.000 kr.
Fermetraverð
155.509 kr./m2
Fasteignamat
22.150.000 kr.
Brunabótamat
150.300.000 kr.
Byggt 1998
Garður
Útsýni
Aðgengi fatl.
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2236676
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Rafmagn
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Tenging fyrir hitaveitu er kominn inn í húsið en það er í dag kynnt með rafmagnskyndingu.
Hitaveita í húsið hefur verið teiknuð og samþykkt.
Ljósleiðarabox er í húsinu.
Þak eldri byggingar þarfnast endurbóta.
Opið hefur verið um helgar undanfarið.  
Valborg fasteignasala kynnir Hólanesveg 11, Skagaströnd.
Vel staðsett veitingahús í fullum rekstri, Hólanes Restaurant & Bar, í miðbæ Skagastrandar.
Hér er á ferð kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga að taka við rekstri í þessu landsfræga húsi. 
Fyrsta hraðhleðslustöð Skagastrandar hefur verið sett upp við húsið og er hægt að hlaða tvo bíla í einu.
Kennitala með rekstrarleyfi getur fylgt með í kaupunum. Leyfi fyrir 200 manns til staðar.
Möguleiki að yfirtaka mjög hagstæð lán!


Eignin er samtals 383,9 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands
Eignin samanstendur af tveim húsum; finnsku bjálkahúsi byggðu 1998 sem er skráð 254,9 m2 og er á tveim hæðum og eldra timburhúsi byggðu 1945 en var það endurgert að hluta 1998 þegar bjálkahúsið var reist. Eldri byggingin er skráð 129 m2.
Brunabótamat eignarinnar er 148m.


Upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
 
Skipting eignarinnar:
Á neðri hæð hússins er veitingastaður með tveimur sölum, bar, kaffibar, sviði, veislueldhúsi og fimm salernum.  
Á efri hæð er stór salur, 4 herbergi, baðherbergi og geymsla. Gott útsýni er af efri hæð hússins í allar áttir.

Á jarðhæð eru fimm wc, þarf af er eitt sem uppflyllir kröfur um algilda hönnun. Einnig er eitt af sjö bílastæðum merkt fyrir fatlaða
Efri hæðina er hægt að nota sem hluta af rými veitingahússins eða undir aðra starfsemi, t.d. safn, vinnustofur, skrifstofur o.m.fl.
Þriggja fasa rafmagn er í húsinu og tengill utan á húsi sem nota mætti fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.
Skriðkjallari er undir hluta hússins.
Húsið gæti einnig nýst sem íbúðarhús, 254,9 m2, og mögulega breyta þá eldra húsi í bílskúr, skemmu eða eitthvað í þá veru, sem væri 129 m2.

Sveitarfélagið hefur á liðnu ári hafið vinnu við hönnun á heitum laugum við Hólanes. Þessi framkvæmd mun á efa auka straum ferðamanna um svæðið og auka tekjumöguleika eignarinnar. Frétt um málið má sjá hér.
Heimasíðu sveitarfélagsins má sjá hér.

Birt með leyfi sveitastjóra, hluti úr áramóta pistli hennar:
"Skagaströnd státar af öflugu skólastarfi, hvort sem litið er til leik- eða grunnskóla. Sveitarfélagið styður við frístundastarf barna og ungmenna með ríflegum styrk sem er hærri en gengur og gerist annars staðar. Umf Fram í samstarfi við sveitarfélagið heldur uppi fjölbreyttu og hvetjandi starfi fyrir ungmenni á staðnum sem krakkarnir njóta góðs af og eru dugleg að nýta sér. Á Skagaströnd er líka gott að vera roskin manneskja. Bæjarstjóri leyfir sér að fullyrða að á fáum hjúkrunarheimilum sé hugsað um fólk af eins mikilli alúð og nærgætni og gert er á Sæborg, en það hefur hún séð með eigin augum. Það er dýrmætt fyrir öll samfélög og ekki eitthvað sem hægt er að taka sem sjálfsögðum hlut. Sveitarfélagið hefur að undanförnu ráðist í ýmsar aðgerðir til að bæta lífsgæðin á Skagaströnd, svo sem í umfangsmikið viðhald á eignum sveitarfélagsins, m.a. á Fellsborg og félagslegum íbúðum. Stærstu fjárfestingarnar og þær sem mest ber á hafa legið í malbikunarframkvæmdum og byggingu á nýrri smábátahöfn í samstarfi við Vegagerðina. Eftir hvort tveggja verður ásýnd bæjarins og aðstaðan við smábátahöfnina til fyrirmyndar. Það á vel við, því nú er kominn tími til að gera smábátaútgerðinni hátt undir höfði, sem er ein af grunnstoðum atvinnuvegar á Skagaströnd.”

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300; tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
31/01/201119.675.000 kr.18.000.000 kr.383.9 m246.887 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Byggt 1945
129 m2
Fasteignanúmer
2236676
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
48.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Gunnar Biering Agnarsson
Gunnar Biering Agnarsson
Löggiltur fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache