Katrín Eliza Bernhöft löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX kynnir í einkasölu: Garðatorg 4b, 210 Garðabæ. Laus við kaupsamning.Virkilega falleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi í miðbæ Garðabæjar ásamt stæði í bílageymslu. Eignin er opin og björt með samliggjandi eldhúsi, stofu og borðstofu. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottaherbergi innan eignar. Tvennar svalir, aðrar snúa í átt að Garðatorgi þar sem er iðandi mannlíf og hinar í áttina að kyrrðinni og út á sjó. Sjón er söguríkari! Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 116 fm. Íbúðin er skráð 107,2 fm og geymsla í kjallara 8,8 fm. Svalir eru 8,7 fm og 5,8 fm og svo fylgir einnig stæði í bílageymslu. Eignin hefur fastanúmerið 235-1703 og selst ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber, þar með talið tilheyrandi lóðaréttindum.
Á Garðatorgi eru margs konar verslanir, veitingahús, kaffihús og ýmis konar þjónusta t.d. hárgreiðslustofa, snyrtistofa og bókasafn.SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDISSMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D- 3D - ER EINS OG OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
- Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í tölvu, síma eða snjalltæki, ferðast auðveldlega á milli herbergja með því að nota músina, örvatakkana á lyklaborðinu eða fingur og kynnt þér rýmið betur
- Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D. Ef þú lendir í vandræðum, endilega að hafa samband við Katrínu í síma 699-6617.
Nánari lýsing:
Frá stigagangi er gengið inn í hol með tvöföldum fatarskáp.Eignin er öll parketlögð nema á baðherbergjum eru flísar á gólfum.
Eldhús með fallegri innréttingu og eldunareyju. Úr eldhúsi er útgengt á aðrar svalirnar þar sem er útsýni yfir Garðatorgið.
Stofa og borðstofa er opið rými og þaðan er útgengt á hinar svalirnar.
Hjónaherbergi er með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi er með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi 1 er flísalagt með fallegri innréttingu, sturtu, salerni og vaski.
Baðherbergi 2 er flísalagt með fallegri innréttingu, salerni og vaski. Fyrir innan baðherberbergið er rúmgott þvottahús.
Sameignin:
Sameignin er öll mjög snyrtileg með teppalögðum stigagangi og lyftu.
Stæði í lokaðri bílageymslu. Geymsla í séreign er í kjallaranum. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Miðbær Garðabæjar með iðandi mannlífi er í göngufæri og stutt í alla helstu þjónustu, heilsugæslu, matvöruverslun, veitingarhús, ísbúð o.fl.Fyrir allar nánari upplýsingar eða til að bóka skoðun hafið samband:- Katrín Eliza Bernhöft löggiltur fasteignasali, s.699 6617, katrin@remax.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Starfsmanni fasteignasölunnar hefur ekki verið bent á aðra galla á eigninni en fram koma í söluyfirliti þessu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunnar.