Elka lgf. s. 863-8813 hjá Fasteignasölunni TORG kynnir:
Fallegt sumarhús á samtals sjö sumarhúsalóðum í Heiðarlöndum, úr landi Galtalækjar II ofarlega í Landsveit, stutt frá Leirubakka og Galtalækjaskógi.
Um er að ræða eignarland sem samanstendur af sjö frístundalóðum, samtals 42.721 m² lands, þar sem byggingarheimildir eru mjög rúmar og bjóða upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika.
Á hverri lóð má byggja aðalhús (200 m²) + gestahús (60 m²) + geymslu (35 m²), samtals allt að 295 m² á hvorri lóð, þó innan nýtingarhlutfalls 0,03 miðað við lóðarstærð.
Á landinu standa í dag tvö sumarhús:
Mosabraut 15 – 56,2 m² sumarhús á 5.832 m² eignarlóð með hellulagðri verönd og glæsilegu útsýni til allra átta. Húsið er smekklega innréttað og vel við haldið:
Forstofa með vínilflísum á gólfi
Björt stofa með vínilparketi og útgengi á verönd
Eldhús með hvítri innréttingu, innbyggðri uppþvottavél, helluborði, ofni og vask
Tvö svefnherbergi (opið á milli þeirra í dag)
Baðherbergi með sturtu, innréttingu og vegghengdu salerni
Á lóðinni er einnig skúr með rafmagnstöflu, hita, vaski og klósetti, auk gáms með rafmagni, hita og ljósi sem auðvelt væri að klæða að utan með glugga og hurð. Myndavélakerfi fylgir og hitaþræðir eru í öllum vatnsinntökum.
3ja fasa rafmagn og 5g netsamband.
Mosabraut 8 – 27 m² sumarhús á 5.615 m² eignarlóð, fullbúið en óskráð. Húsið skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu og geymslu.
Í báðum húsum er heitt vatn úr hitatúbu, þeas beint úr krana.
Lóðirnar eru eftirfarandi:
Mosabraut 6 – 6.702 m²
Mosabraut 8 – 5.615 m² (með 27 m² sumarhúsi)
Mosabraut 10 – 5.639 m²
Mosabraut 12 – 6.036 m² (með húsi/dæluskúr (fyrir kalt neysluvatn), með hita og 3ja fasa rafmagni)
Mosabraut 13 – 5.812 m²
Mosabraut 15 – 5.832 m² (með 56,2 m² sumarhúsi)
Jaðarbraut 15 – 6.260 m²
Á hverri lóð eru miklir möguleikar til uppbyggingar og hentar svæðið vel þeim sem vilja þróa sitt eigið frístundaland með nokkrum húsum eða byggingum. Svæðið er einstaklega fallegt með stórkostlegu útsýni, m.a. til Heklu, og stutt er í helstu náttúruperlur hálendisins. Tvær neysluvatnsborholur sinna vel kaldavatnsþörf allra lóðanna og húsa sem kunna að rísa á þeim.
Á lóðunum hefur verið gróðursett um 9.000 tré.
Einstakt næði og kyrrð er á svæðinu, stutt í sundlaug og uppá hálendi. Malbikað nánast alla leið.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.