Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - Til sölu - Silfurgata 11A Ísafirði - Mjög góð fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum í sjarmerandi húsi á eyrinni.
Íbúðin samanstendur af eldhúsi, stofu og salerni á neðri hæð. Á efri hæð eru þrjú herbergi og baðherbergi. Rúmgóð sérgeymsla í kjallara.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:Sameiginlegur
inngangur og stigagangur upp á 2.hæð.
Stigapallur á gangi og útgengt út á
sameiginlegar svalir þar, frábært útsýni inn fjörðinn.Opið
eldhús með hvítri innréttingu og tækjum, helluborð, ofn og vifta, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á gólfi.
Rúmgóð
stofa og borðstofa með parketi.
Lítið
salerni með flísum á gólfi, vaskur og vaskaskápur.
Geymsluskápur inn af salerni.
Stigi niður á 1.hæð norðanmegin og
sér útgangur þar.
Efri hæð:Góður
tréstigi á milli hæða.
Hol með fataskáp.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp
Stórt
svefnherbergi með fjölum á gólfi.
Þriðja
herbergið er minna en hægt að nota sem lítið svefnherbergi
Mjög rúmgott
baðherbergi með flisum á gólfi, hvít innrétting, upphengt salerni, ný
aðgengileg sturta og sturtugler.
Þvottaðstaða á baðherbergi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gott
geymsluloft í risi, í holi er hleri með stiga þangað upp.
Í kjallara er stór
sér geymsla, um 27 m² að stærð, búið að einangra og steypa nýtt gólf og leggja frárennsli fyrir mögulegt baðherbergi þar.
Árið 2023 var skipt um frárennslislagnir þar og vatnsinntak.
Íbúðin sjálf er skráð 98,6 m² og geymsla 27,1 m² að stærð.
Nýlegt gler í íbúð á suðurhlið, og búið er að kaupa gler fyrir alla glugga.
Húsið er með vel fjármagnaðan hússjóð sem stendur undir framtíðarframkvæmdum.