Fasteignaleitin
Skráð 11. mars 2024
Deila eign
Deila

Blesugróf 23

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
177.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
844.032 kr./m2
Fasteignamat
120.600.000 kr.
Brunabótamat
75.500.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2000
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2245823_12
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Gólfhiti og ofnakerfi
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Blesugróf 23 Reykjavík - Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala heimir@fastlind.is

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt og vel skipulagt 177,6 fermetra einbýlishús á einni hæð, þar af 37,2 fermetra bílskúr, við Blesugróf 23 í Reykjavik. Húsið er virkilega sjarmerandi með aukinni lofthæð í alrýmum og fallegum arni í stofu. Í dag eru tvö svefnherbergi í húsinu en einfalt er að bæta við þriðja svefnherberginu á kostnað hluta af stórri stofu og jafnvel fjórða herberginu á kostnað hluta bílskúrs. Útgengi úr stofu á skjólgóða afgirta verönd með heitum potti til suðvesturs þar sem sólar nýtir við allan daginn. Margir inngangar eru inn í húsið, m.a. beint inn í rúmgott þvottaherbergi með geymslu þar inn af. Inngengt í bílskúr frá þvottaherbergi og geymslu. Gólfhiti er undir öllum flísalögðum rýmum hússins.

Lóðin, sem er viðhaldslítil, er 639,0 fermetrar að stærð með hellulögðum stæðum með snjóbræðslu á framlóð og rúmgóðri afgirtri viðarverönd til suðurs og vesturs. Gott pláss sunnan megin við húsið þar sem hægt er að leggja t.d. fellihýsi eða kerrum. Húsið stendur í rólegum botnlanga í námunda við afar fallegar göngu- og hjólaleiðir við Fossvogsdalinn. Kvöldlýsing er í þakkanti hússins og góður geymsluskúr á baklóð. 

Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is

Nánari lýsing:

Forstofa: Með flísum á gólfi og gólfhita. Góðir skápar á heilan vegg og innfelld lýsing í loftum.
Svefnherbergi: Er staðsett við forstofu. Parket á gólfi og skápar. Innfelld lýsingu í loftum og gluggi til suðurs.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, skápum á heilan vegg og í loft. Útgengi á verönd og gluggar til vesturs.
Sjónvarpsstofa: Með flísum á gólfi og gólfhita. Innfelld lýsing í loftum.
Stofa: Er stór með parketi á gólfi og aukinni lofthæð. Gluggar til suðurs og vesturs. Innfelld lýsing í loftum. Opin við sjónvarpsstofu og hluta við eldhús. Útgengi á verönd/bakgarð. Fallegur arinn í stofu. 
Borðstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi. Opin við stofu. Gluggar til vesturs og opin að hluta við eldhús. Hægt væri að breyta þessu rými í auka svefnherbergi og vera með setustofu og borðstofu í stórri stofu.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtutækjum, flísalögð sturta og upphengt salerni. Innfelld lýsing í loftum og gluggi til suðurs. Falleg innrétting við vask með granít steini á borðum. 
Eldhús: Með flísum á gólfi og gólfhita. Falleg viðar eldhúsinnrétting og granít steinn á borðum. Stál Siemens bakaraofn, keramik helluborð og innb. uppþvottavél. Flísar á milli skápa og gluggar til norðurs. Góður borðkrókur og innfelld lýsing í loftum.
Þvottaherbergi: Er staðsett inn af eldhúsi. Flísar á gólfi með gólfhita. Vinnuborð, vaskur ásamt skápaplássi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Þvottasnúrur og útgengi á lóð til norðurs.
Geymsla: Er staðsett inn af þvottaherbergi. Flísar á gólfi og gólfhiti. Aukin lofthæð og skápar. Gengið er inn í bílskúr frá geymslu.

Bílskúr: Er 37,2 fermetrar að stærð og mjög snyrtilegur. Flísar á gólfi og aukin lofthæð. Rafmagnsopnun á bílskúrshurð, vinnuborð og vaskur. Gluggar til norðurs. Væri hægt að nýta sem herbergi að hluta eða stórt unglingaherbergi.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasala í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/01/202179.650.000 kr.88.000.000 kr.177.6 m2495.495 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2000
37.2 m2
Fasteignanúmer
2245823
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöldugróf 5
Bílskúr
Opið hús:20. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Jöldugróf 5
Jöldugróf 5
108 Reykjavík
217.7 m2
Einbýlishús
64
721 þ.kr./m2
157.000.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1A íb.706
Grensásvegur 1A íb.706
108 Reykjavík
139.5 m2
Fjölbýlishús
423
1075 þ.kr./m2
150.000.000 kr.
Skoða eignina Byggðarendi 7
Bílskúr
Skoða eignina Byggðarendi 7
Byggðarendi 7
108 Reykjavík
220.7 m2
Fjölbýlishús
54
620 þ.kr./m2
136.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturfold 9
Opið hús:21. maí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Vesturfold 9
Vesturfold 9
112 Reykjavík
209.1 m2
Einbýlishús
614
713 þ.kr./m2
149.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache