CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu vel skipulagða 160,6 fm fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt bílskúr við Tjarnabakka 6 í Reykjanesbæ. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús, einnig fylgir sérgeymsla sem er innaf bílskúr Eignin er staðsett í fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, íþróttastarf og alla helstu þjónustu. Nánari upplýsingar veita Elín Auður Traustadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 858-0978 eða á elin@croisette.is, og Jóhann Axel Thorarensen, aðstoðamaður fasteignasala í síma 896-5651 eða á johann@croisette.is.SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-DEignin er skráð samkvæmt HMS samtals 160,6 fm. Íbúðin er 122,8 fm, bílskúr 31,1 fm og geymsla 6,7 fm.Nánari lýsing:
Neðri hæð:Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Þvottahús: Er innaf forstofu með hvítri innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og vaskaðstöðu. Flísar á gólfi.
Gestasalerni: Er einnig innaf forstofu, hvít innrétting undir handlaug með viðarborðplötu og upphengt salerni. Flísar á gólfi.
Stofa/Borðstofa: Björt stofa/borðstofa. Útgengi út á rúmgóða verönd. Parket á gólfi.
Eldhús: Viðarinnrétting með góðu skápa- og vinnuplássi og hvítri borðplötu. Flísar á gólfi.
Efri hæð:
Svefnherbergi I: Hjónaherbergi er bjart með aðgengi út á rúmgóðar suður svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott og bjart. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott og bjart. Parket á gólfi.
Sjónvarpshol/alrými: Á efri hæð er rúmgott alrými með stórum fataskáp.
Baðherbergi: Gott baðherbergi með hvítri innréttingu með viðarborðplötu, hornbaðkari, handklæðaofni og upphengdu salerni. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Bílskúr: Er 31,1 fm með hita, rafmagni og vatni og er rúmgóð 6,7 fm geymsla innst af honum. Þrjú merkt bílastæði fylgja eigninni, tvö við inngang og annað mjög rúmgott fyrir framan bílskúr.
Lóð/sameign: Snyrtileg sameiginleg lóð með leiktækjum.
Góð fjölskyldueign miðsvæðis í Njarðvík. Stutt í leik- og grunnskóla sem og að Reykjanesbraut.Nánari upplýsingar veita: Elín Auður Traustadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 858-0978 eða á elin@croisette.is
Jóhann Axel Thorarensen, aðstoðamaður fasteignasala í síma 896-5651 eða á johann@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.