STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Til sölu 178,1 fm. endaraðhús á einni hæð með bílskúr þar af er sirka 17 fm. vandaður sólskáli. Afgirtri baklóð sem snýr til suðurs. Húsið er á fjölskylduvænum stað í lokuðum botnlanga við Hraunbæ í Reykjavík. Skv. skráningu HMS er eignin samtals 178,1 fm. að stærð og skiptist í 157,00 fm. íbúðarrými og 21,1 fermetra sérstæðan bílskúr, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 204-4341 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Aðkoma að húsinu er mjög snyrtileg. Búið er að klæða austurhlið og suðurhliðina á eigninni með steni klæðningu.
Ath. Einn eigandi, upprunaleg að mikluleiti, kominn er tími á skolp og vatnslagnir í eigninni. Vel með farin eign.*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*
Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, félagi í Félagi Fasteignasala, í síma 661-7788, netfang bo@stofnfasteignasala.is
Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang tinna@stofnfasteignasala.is
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, stofu, hol, gestasnyrting, baðherbergi, hjónaherbergi, þrjú svefnherbergi (áður fjögur), þvotthús og sólskála, ásamt garði.Nánari lýsing: Forstofa: Flísar á gólfi.
Forstofuherbergi: Innaf forstofu er ágætis svefnherbergi, parket á gólfi.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum, handlaug, salerni, gluggi með opnanlegu fagi.
Hol: Rúmgott, flísar á gólfi, góður fataskápur, útgengt út í sólskála og þaðan út í garð.
Eldhús: Falleg upprunaleg eikarinnrétting með góðu skápaplássi. Dúkur á gólfi. Innangengt í þvottahús frá eldhúsi.
Þvottahús: Tengi fyrir þvottavél, vaskur og skápur. Útgengi er úr þvottahúsi á framhlið húss. Innaf þvottahúsi lítil geymsla / búrskápur.
Stofa/ borðstofa: Mjög rúmgóð og björt. Parket á gólfi.
Svefngangur: Á teikningu eru 3 herbergi í þessu rými en tvö herbergi hafa verið sameinuð í eitt herbergi, auðvelt að breyta aftur í tvö herbergi líkt og teikningar gera ráð fyrir. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, góðir skápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, sturtuklefi og baðkar og salerni. Gluggi með opnanlegu fagi. Hurðakarmur og hurð er búið að fjarlægja.
Sólskáli: Stór og notalegur sólskáli með flísar á gólfi sem er byggður út í garð, snýr til suðurs.
Garður: Afgirt og einstaklega skjólgóð verönd sem snýr til suðurs. Garður liggur frá verönd að skjólveggjum sem er með opnanlegu hliði út að Rofabæ. Garðurinn er hann nánast allur hellulagður.
Bílskúr: Er sérstæður. Nýleg rafdrifin bílskúrshurð, sér inngangshurð og gluggum sem snúa til suðurs. Hellulögð stétt og garður er fyrir framan hús sem liggur að bakhlið bílskúrs, innangengt er í bílskúr að aftan um inngangshurð. Stærð 20,7 fm2.
Pantið tíma fyrir skoðun, nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali , í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.
Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang tinna@stofnfasteignasala.is Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi? Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.