
Glæsileg 3ja herb. íbúð með bílskúr í suðurhlíðum Kópavogs. Ný svalalokun. Stór stofa með mikið útsýni. Skipti möguleg á stærri íbúð. IMIROX fjármögnun í boði.
Glæsileg 3ja herb. íbúð með endabílskúr í suðurhlíðum Kópavogs. Ný svalalokun. Mikið útsýni. Íbúðin er laus frá 1. desember.
Forstofa opin með stofu. Stór og björt stofa með glæsilegu útsýni í suður yfir Kópavogsdalinn. Möguleiki á að fjölga um 1 herbergi í stofu. Stórt hjónaherbergi með miklu skápaplássi. Útgengi á svalir úr hjónaherbergi. Stórt svefnherbergi með skáp. Baðherbergi með baði. Gluggi í baðherbergi. Nýlegt parket og nýlegar innihurðir. Elhús með miklu skápaplássi. Inni af eldhúsi er þvottahús og geymsla sem rúmar þvottavél, þurrkara, frystikistu og auk þess mikið skápapláss.
Nýlegt parket á gólfum, en flísar í forstofu, eldhúsi, þvottahúsi/geymslu og baðherbergi. Ofnakerfi íbúðarinnar er nýlega endurnýjað.
Geymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni. Geymslan er björt með góðri lýsingu og hillukerfi á 3 hliðar upp i loft - mikið geymslupláss. Ennfremur er hjóla- og vagnageymsla í sameign, ásamt þurrkherbergi.
Bílskúrinn er stór endabílskúr með glugga og opnanlegu fagi, rafmagnsopnun á bílskúrshurð og inngönguhurð í bílskúrshurðinni.
Sameignin er í mjög góðu og reglulegu viðhaldi. Steinn, þak og þakkantur málað með reglulegu millibili og skipt um rennur eftir þörfum. Leiksvæði í garði. Einkastæði framan við bílskúr og sameiginleg bílastæði á lóð. Stutt í skóla, leikskóla, Smáralind, Smáratorg, og fleiri þjónustukjarna á svæðinu. Mikið um göngustíga í hverfinu sem liggja niður með Kópavogslæk að sjó.
Fasteignin er skráð 116,80 fermetrar, þar af er bílskúrinn 24,2 fermetrar. Fasteignamat 2026: kr. 80.500.000.
Óskað er eftir tilboðum í fasteignina. Seljandi hefur áhuga á eignaskiptum, fyrir stærri íbúð í fjölbýli með bílskúr á höfuðborgarsvæðinu.
Fjármögnun: IMIROX fjármögnun til lögaðila í boði á þessa eign. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is.
Frekari upplýsingar um þessa fasteign veitir IMIROX í síma 777-2500 eða í tölvupósti info@imirox.com.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 30/05/2007 | 19.880.000 kr. | 25.900.000 kr. | 116.8 m2 | 221.746 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
200 | 91.4 | 89,9 | ||
200 | 102.9 | 89,9 | ||
200 | 80.3 | 89,9 | ||
200 | 123.4 | 85,9 | ||
200 | 80.3 | 89,9 |