Fallegt sumarhús á góðum útsýnisstað í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri. Bústaðurinn er samtals 80,1 m² auk 15 m² geymsluhúss og 6 m² krakkahúss.
Húsið skiptist í forstofu, eldhús og stofu í einu alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og lokað svefnloft auk geymsluskúrs og krakkahúss/gestahúss.
Forstofa er með flísum á gólfi og úr henni er stigi upp á svefnloftið. Eldhús og stofa eru í einu opnu alrými hvar loftin eru tekin upp. Gólffjalir eru á gólfum, ljós innrétting frá Freeform og útgangur á verönd til suðurs. Svefnherbergin eru tvö, bæði með flísum á gólfi og fataskápum. Svefnloft er rúmgott og lokað, með harðparketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og sturtuklefa. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu. Geymsluhús á lóð er einangrað og upphitað og tengist pallinum umhverfis húsið. Krakkahús stendur stakstætt sunnan við veröndina, einangrað og upphitað hús.
Lóðin er leigulóð 3.624 m² að stærð og þaðan er óheft útsýni og ekkert sem byrgir sýn. Lóðin er gróin og með góðri grasflöt auk runna og trjágróðurs. Sólpallurinn er stór og er með þremur hliðum hússins. Malborið bílaplan er norðan við húsið og þar er rafmagnstengill fyrir rafbíl (á norðurhlið geymsluskúrs) Í húsinu er öryggiskerfi og sólpallinum er góð lýsing.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Fallegt sumarhús á góðum útsýnisstað í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri. Bústaðurinn er samtals 80,1 m² auk 15 m² geymsluhúss og 6 m² krakkahúss.
Húsið skiptist í forstofu, eldhús og stofu í einu alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og lokað svefnloft auk geymsluskúrs og krakkahúss/gestahúss.
Forstofa er með flísum á gólfi og úr henni er stigi upp á svefnloftið. Eldhús og stofa eru í einu opnu alrými hvar loftin eru tekin upp. Gólffjalir eru á gólfum, ljós innrétting frá Freeform og útgangur á verönd til suðurs. Svefnherbergin eru tvö, bæði með flísum á gólfi og fataskápum. Svefnloft er rúmgott og lokað, með harðparketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og sturtuklefa. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu. Geymsluhús á lóð er einangrað og upphitað og tengist pallinum umhverfis húsið. Krakkahús stendur stakstætt sunnan við veröndina, einangrað og upphitað hús.
Lóðin er leigulóð 3.624 m² að stærð og þaðan er óheft útsýni og ekkert sem byrgir sýn. Lóðin er gróin og með góðri grasflöt auk runna og trjágróðurs. Sólpallurinn er stór og er með þremur hliðum hússins. Malborið bílaplan er norðan við húsið og þar er rafmagnstengill fyrir rafbíl (á norðurhlið geymsluskúrs) Í húsinu er öryggiskerfi og sólpallinum er góð lýsing.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
04/04/2025
40.550.000 kr.
49.200.000 kr.
80.1 m2
614.232 kr.
Já
13/03/2023
29.150.000 kr.
43.400.000 kr.
80.1 m2
541.822 kr.
Já
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.