ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu.Snyrtilegt og vel skipulagt parhús í eftirsóttu hverfi skammt frá Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Húsið er timburhús, klætt að utan með lituðu járni, bárujárn er á þaki.
Heildarstærð eignarinnar er 148,9m2 og er sambyggður bílskúr 39,3m2 þar af.
Að innan skiptist eignin í
Forstofu með vínilparketi á gólfi
Þvottahús með epoxy á gólfi og fínni innréttingu
Baðherbergi með flísum á gólfi en þar er fín innrétting, gólfsturta, baðkar og hurð út á baklóð.
Svefnherbergin eru 3, vínilparket er á gólfum og í hjónaherbergi er stór fataskápur.
Stofa og eldhús eru í opnu rými, vínilparket er á gólfi. Í eldhúsi er snyrtileg innrétting með Quartz borðplötum.
Bílskúr er fullmálaður, epoxy er á gólfi. Í enda skúrsins er búið að útbúa
fjórða herbergið og er það parketlagt og rúmgott.
Um 100m2 sólpallur með skjólveggjum og heitum potti er við húsið.
Innkeyrsla er steypt, lóðin er gróin.
Mjög gott og snyrtilegt hús á góðum stað.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.
arborgir@arborgir.is