Fasteignaleitin
Skráð 12. apríl 2024
Deila eign
Deila

Rangárslétta 3

Nýbygging • SumarhúsSuðurland/Hella-851
168.5 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
122.000.000 kr.
Fermetraverð
724.036 kr./m2
Fasteignamat
35.600.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Karl Lúðvíksson
Karl Lúðvíksson
Sölustjóri - Íbúðareignir
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Útsýni
Fasteignanúmer
2520504
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Stór sólpallur
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar
EIGNING ER SELD.
Fáum í sölu sambærileg hús á svæðinu sem verða auglýst síðar.


----

Croisette - Knight Frank kynnir í einkasölu fallegt 168 fm heilsárshús á þessum gullfallega stað við Ytri-Rangá á tæplega 5 hektara eignarlóð. Húsið stendur í fallegu hrauni, umlukið miklum gróðri, aðallega birkitrjám, ýmsum víðitegundum og mosa en fjöldi annarra villtra planta er þar einnig að finna. Frá húsinu er fagurt víðsýni, m.a. til Heklu, Búrfells, Bjólfells, Tindfjalla, Selsundsfjalls, Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings í Fljótshlíð. Um er að ræða einstaka eign og góða fjárfestingu á sérlega fallegu og miklu landi með útsýni yfir Ytri-Rangá. Allur frágangur á lóðinni miðar að því að rask á umhverfi sé lítið sem ekkert. Frágangur og efnisval við byggingu hússins er allt fyrsta flokks. Eignin afhendist tilbúin til innréttinga en byggingaraðili hússins getur klárað allan frágang til þess stigs að eignin telst fullbúin í samráði við kaupendur og innréttað eignina eftir óskum þeirra. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT.

Aðeins er rúmlega klukkustundar akstur frá Reykjavík en húsið er á Rangársléttu, við Leirubakka í Landsveit. Þaðan eru aðeins 16 km að afleggjaranum inn í Landmannalaugar og þaðan áfram inn á fallegasta hluta hálendis Íslands, þ.e. Fjallabak. Stutt í sundlaugina á Laugalandi, golfvöllinn á Hellu og góður veitingastaður er á Landhóteli, svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða mjög fallegt landsvæði sem verða byggð 12-14 hús á stórum spildum. Öll húsin verða afhend tilbúin til innréttinga og getur kaupandi ráðið för með innréttingar og efnisval eftir smekk. Seljandi getur aðstoðað við það gegn mjög sanngjörnu gjaldi og mjög gegnsæu ferli. 

Þetta er eign fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig með villta náttúru allt í kring, ásamt mikilli fjallasýn.
Nánari upplýsingar er líka hægt að finna inná www.heklusyn.is 

Húsið er með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, ásamt þvottahúsi og stóru alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Mikil lofthæð er í húsinu sem opnar rýmin og gerir þau stærri og bjartari.
Í loftunum er einstaklega falleg og vönduð, óbein lýsing eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Húsið er skilast með frágenginni lóð og útilýsingu, tilbúið til innréttinga að innan og málað eina umferð. Hægt er að bæta við bílskúr eða gestahúsi ef þess er óskað. 

Húsið er með gólfhita sem stýrt er af mjög vönduðu varmadælukerfi frá Nibe og er því mun ódýrara að hita það en með hefðbundinni rafmagnshitun.Húsið er klætt með litaðri liggjandi furu og á þakinu er svokallað Dansk Dekken þakefni. Gluggar og hurðar eru ál/tré frá Idealcombi auk þess sem lagður hefur verið 130 fm sólpallur sem er yfirbyggður að hluta og með fallegu handriði úr hertu öryggisgleri með álklæddum stoðum.

Frábært tækifæri að eignast draumahús á þessum einstaka stað. 

Nánari upplýsingar veita:
Karl Lúðvíksson, lfs. í s. 663 6700 eða kalli@croisette.is 
Styrmir Bjartur Karlsson, lfs. í síma 899 9090 eða styrmir@croisette.is
www.croisette.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórsstígur 30
Skoða eignina Þórsstígur 30
Þórsstígur 30
805 Selfoss
217.6 m2
Sumarhús
534
538 þ.kr./m2
117.000.000 kr.
Skoða eignina Sólvellir 4
Skoða eignina Sólvellir 4
Sólvellir 4
806 Selfoss
182.4 m2
Sumarhús
624
603 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Torfastaðakot 17
Torfastaðakot 17
806 Selfoss
147.6 m2
Sumarhús
544
881 þ.kr./m2
130.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache