Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hallgrímsson, löggiltir fasteignasalar, kynna:
Kjarrhólma 22 – fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð, Kópavogsmegin við Fossvogsdal.
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús, barnaherbergi og hjónaherbergi með útgengi á suðursvalir.
Nánari lýsing:
Anddyri/hol er með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og björt, með parketi á gólfi og glugga til norðurs þar sem njóta má útsýnis yfir Fossvogsdalinn.
Eldhús er með glugga til norðurs og nýlegri innréttingu (2021), flísum á gólfi og borðkrók. Uppþvottavél fylgir með.
Hjónaherbergi er með glugga til suðurs, parketi á gólfi, góðum fataskápum og útgengi á stórar suðursvalir.
Svefnherbergi II með glugga til suðurs og parketi á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað fyrir nokkrum árum og er flísalagt í hólf og gólf. Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu, baðkari með glerþili og upphengdu salerni.
Þvottahús er innan íbúðar.
Í sameign er sérgeymsla íbúðar, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og stór sameiginleg lóð með leiktækjum á bak við húsið.
Bílastæði eru á lóð og búið er að setja upp hleðslustöðvar við nokkur stæði.
Endurbætur:
2021–2022: Ný eldhúsinnrétting, nýjar innihurðir, nýtt sturtugler og nýir fataskápar í svefnherbergi.
2023: Nýtt parket á stofu og svefnherbergjum.
Samkvæmt HMS er eignin skráð 83,9 fm, þar af er geymsla 8,6 fm.
Falleg og vel skipulögð eign á frábærum stað þar sem stutt er í alla þjónustu og vinsæl útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali
heimir@fastlind.is | ☎️ 849-0672
Guðmundur Hallgrímsson, lögg. fasteignasali
gudmundur@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,