Hamarstígur 22 - Reisulegt 6 herbergja einbýlishús á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr - Stærð 241,5 m².
Vel staðsett og nokkuð endurnýjað Sigvaldahús.
Hvammur fasteignasala - 466-1600 - siggithrastar@kaupa.isEignin skiptist með eftirfarandi hætti:Aðalhæð: Forstofa, stofa, borðstofa, eldhús og snyrting.
Þakhæð: Þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Kjallari: Svefnherbergi, eldhúskrókur, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymslurými.
Aðalhæð:
Forstofa, gengið er inn í húsið upp steyptan stiga á suðurhlið hússins, forstofa er flísalögð með góðum fataskápum.
Stofa er mjög björt og rúmgóð, loft eru tekin upp og er harðparket á gólfi.
Eldhús og
borðstofa eru í sama rými, eldhúsinnréttingin er einkar glæsileg frá TAK með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Bakarofni í vinnuhæð ásamt combi ofni og spanhelluborð. Borðplata er frá Granítsteinum. Harðparket er á gólfi eldhúss. Úr eldhúsi er gengið niður steyptan stiga í kjallara.
Snyrting er innaf forstofu, þar er vaskur og klósett og opnanlegur gluggi. Flísar á gólfi.
Þakhæð:
Svefnherbergi eru þrjú talsins, eru þau öll með harðparketi á gólfi og eru góðir fataskápar í hjónaherbergi.
Baðherbergi er með ljósri innréttingu, wc og baðkari með sturtutækjum. Flísar eru á gólfi.
Kjallari:
Svefnherbergi er afar rúmgott með góðum gluggum, fataskáp og plastparketi á gólfi.
Eldhúskrókur er með ljósri innréttingu og borðkrók.
Baðherbergi, þar er sturtuklefi, klósett og vaskur. Opnanlegur gluggi og flísar á gólfi.
Þvottahús, er með sérinngangi norðan við hús, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Úr þvottahúsi er gengið inn í bílskúr.
Bílskúr er í dag hólfaður niður þannig að búið er að útbúa herbergi með sérinngangi í innri hluta bílskúrs, er honum skipt upp með léttum vegg sem væri lítið mál að taka niður aftur. Ytri hluti bílskúr er notaður sem geymsla í dag. Bílskúrsflísar eru á öllu rýminu og er rafræn opnun á bílskúrshurð.
Geymslurými er bæði undir stiga sem og hluta bílskúrs.
Annað:
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum og hefur öll vinna verið unnin af fagmönnum.
- 2020 Þak endurnýjað
- 2019 Eldhús endurnýjað.
- 2019 Forstofa endurnýjuð með skápum frá TAK
- 2019 Skipt um rafmagnstöflu og dregið nýtt í hluta húss (aðalhæð og þakhæð)
- 2019 Sérsmíðaður stigi settur milli aðalhæðar og þakhæðar frá Járnsmiðju Óðins
Útbúin hefur verið útleigueining í kjallara með sérinngangi austan við hús, en einnig er innangengt úr þvottahúsi.
Hiti er í bílaplani sem er einkar stórt og einnig í stétt.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.