Fasteignaleitin
Skráð 30. okt. 2024
Deila eign
Deila

Akurholt 15

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
391.8 m2
10 Herb.
7 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
189.000.000 kr.
Fermetraverð
482.389 kr./m2
Fasteignamat
172.450.000 kr.
Brunabótamat
161.500.000 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2082527
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Raki er sjáanlegur í geymslu og útigeymslu. .Eldri lekaummerki við skorstein frá arni, hefur ekki lekið frá því viðgerð fór fram.Móða er sumum í glerjum.
Kvöð / kvaðir
Lóðarleigusamningur 411-U-008361/19A
Birt stærð eignar eru 391,8 m2 þar af bílskúr 49,9 m2.
** Hafðu samband og bókaðu skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Akurholt 15, Mosfellsbæ.  Um er að ræða stórt og glæsilegt einbýlishús með tveimur íbúðum og tvöföldum bílskúr, alls 391,8 fm., á glæsilegri 1.032 fm. lóð á þessum rólega og veðursæla stað. Aðalíbúðin er á efri hæðinni 152 fm., bílskúrinn er 49,9 fm. og neðri hæðin sem er að hluta niðurgrafiin er 189,9 fm.  Þar er í dag stór aukaíbúð og miklir möguleikar felast í öllu því plássi sem þar er til viðbótar.  Gott hellulagt bílaplan með hitalögn er fyrir framan húsið. Einnig er stórt malbikað bílaplan á vesturhlið lóðarinnar.


Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax

Efri hæð: Komið er á dúklagða forstofu með stórum fataskáp og þaðan er aðgengi að geymslulofti. Hol, borðstofa og sjónvarpsstofa eru samliggjandi, parketlagðar, útgangur á svalir úr borðstofu og af þeim á u.þ.b. 60 fm. sólpall til suðurs og vesturs.  Eldhúsið er korklagt með eldri fulningarinnréttingu, flísum á milli skápa, borðkrók og tveimur gluggum. Innaf eldhúsinu er búr með innréttingu og hillum.  Arinstofa er parketlögð með útgangi á flísalagðar yfirgyggðar svalir. Svefnherbergjagangurinn er parketlagður. Af honum eru þrjú svefnherbergi með dúk á gólfum. Skápar í hjónaherberginu. Baðherbergið er flísalagt með baðkari/sturtu, innréttingu og þremur gluggum. Teppalagður stigi á neðri hæð er úr holinu.

Neðri hæð:  Forstofa með flísum og fatahengi. Dúklögð snyrting með glugga. Parketlagt hol og stigi úr því á efri hæð. Stórt flísalagt þvottahús með sturtu. Innaf því er rúmgóð geymsla. Mjög stórt flísalagt herbergi/bókastofa (28 fm - möguleg stúdíóíbúð).  Af holinu er gengið inn í 4ra herbergja íbúð.  Samliggjandi stofa og eldhús með útgangi í garð. Létt innrétting í eldhúsi. Flísalagt baðherbergi við hlið eldhúss, sturta, innrétting og gluggi. Fjögur herbergi með plastparketi á gólfi, þar af tvö þeirra u.þ.b. 18 fm. hvort.  Geymsla innaf herbergjagangi. Undir svölum/sólstofu efri hæðar er stór geymsla með sérinngangi að utan.

Bílskúrinn er tvöfaldur, með vatni, hita rafmagni, gluggum og hurðaropnurum.  Hleðslustöð í bílskúr. Stór suður og vestur sólverönd og stór lóð til suðurs og vesturs. Álklæðning á þaki eignarinnar.

Eignin er innréttuð á vandaðan hátt, en að miklu leyti í upprunalegu ástandi hið innra og komið er að endurnýjun tréverks að hluta, t.a.m. í sólstofu. Mikil tækifæri felast í standsetningu eignarinnar og mögulega endurskipulagningu. 

Vinsælt hverfi í Mosfellsbæ, veðursæld er mikil og stutt í skóla, leikskóla, verlsun og alla helstu þjónustu.

Verð kr. 189.000.000,-  Nánari upplýsingar veitir Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali í síma 698-8555 eða svanthor@fastmos.is
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2082527
GötuheitiPóstnr.m2Verð
270
382.5
200
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin