Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir bjarta og fallega íbúð á 1.hæð við Dunhaga 13, 107 Reykjavík. Góð staðsetning stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla, háskóla og Vesturbæjarlaug. Eignin er laus við kaupsamning.
Eignin skiptist í: hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús og sér geymslur í kjallara, önnur geymslan er með glugga.
Nánari lýsing:
Forstofa/Hol með fataskáp, flísar á gólfi.
Eldhús: Er með fallegri eikarinnréttingu, gott vinnupláss, ofn í vinnuhæð, flísar á gólfi.
Stofan: Er björt og rúmgóð, með parketi á gólfi. Gengið er út á svalir frá stofu sem snúa í suðurvestur
Svefnherbergi I: Rúmgott með fataskáp, parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp, parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: Barnaherbergi/vinnuherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergið: Með hvítri innréttingu við handlaug, baðkari, opnanlegum glugga, flísum á gólfi og veggjum.
Tvær sérgeymslur í kjallara fylgja eigninni, önnur er með glugga,
Sameiginlegt þvottahús í kjallara þar sem hver íbúð hefur tengi fyrir sína vél.
Einnig er sameiginleg hjólageymsla í kjallara hússins.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
107 | 109.7 | 78,9 | ||
107 | 100.1 | 79,9 | ||
107 | 94.3 | 79,9 | ||
102 | 79.9 | 76,9 | ||
102 | 82.8 | 78,9 |