ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna:Fallegt og mjög vel skipulagt parhús í nýju hverfi á Flúðum.
Húsið er timburhús klætt að utan með litaðri smábáru, gluggar og hurðir eru ál/tré, þak er tvíhalla klætt með tvöföldum soðnum tjörupappa.
Heildarstærð eignarinnar er 161,9m2 og er sambyggður bílskúr 30,4m2 þar af.
Að innan skiptist eignin í forstofu, baðherbergi, hjónabaðherbergi, þvottahús, 3 svefnherbergi, stofu og eldhús auk bílskúrs.
Húsið skilast tilbúið að utan en inni eru komnir upp milliveggir og loft klædd með gifsi í þvottahúsi, baðherbergi og bílskúr.
Gólfhiti tengdur og neysluvatns forhitari. Rafmagnstafla er komin og búið að draga í fyrir vinnulýsingu í loft.
Lóðin afhendist grófjöfnuð.
Gott og vel skipulagt fjölskylduhús á flottum stað á Flúðum.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.
arborgir@arborgir.is eða í síma 482-4800.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er: 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. kr. 3.800,- hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda skv. gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.