***DOMUSNOVA KYNNIR * FALLEGT EINBÝLI Á EINNI HÆÐ***Mjög gott og vel skipulagt 176,7 fm einbýlishús á
einni hæð með
innbyggðum bílskúr í Starengi 108 í Grafarvogi.
Samkvæmt skráningu HMS er íbúðin 130,4fm. sólstofa 12,0fm. og bílskúrinn 34,3fm. eða
samtals 176,7fm.Fyrir framan hús er góð hellulögð bílastæði með snjóbræðslu. Garður er fallegur og gróinn með vönduðum skjólveggjum.
Skipulag eignar: Anddyri, borðstofa, stofa, sólstofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Leyfi fyrir gróðurhúsi á lóð.
Smelltu HÉR til að fá söluyfirlit straxNánari lýsing:Anddyri: Rúmgott með
ljósum flísum. Góður
fataskápur. Eldhús: Gólfhiti með vönduðum flísum, nýlega
endurnýjuð falleg hvít háglans innrétting,
innfelld uppþvottavél, helluborð. Lýsing innbyggð í skúffum.
Gluggi á eldhúsi og góður
borðkrókur.Stofa: Parket á gólfi, opið og bjart rými og útgengt úr stofu í sólstofu.
Borðstofa: Parket á gólfi, útgengt út á aflokaða skjólgóða timburverönd.
Sólstofa með flísum á gólfi.
Gólfhiti.Baðherbergi: Flísalagt gólf,
sturtuklefi, baðkar, innrétting undir og við handlaug. Góður
gluggi á baðherbergi.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, rúmgott, gott skápapláss.
Herbergi # 2: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Herbergi # 3: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Þvottahús: Flísalagt gólf, innrétting fyrir þvottavél og þurrkara, útgengt út í garð.
Bílskúr: 34,3 fm, rúmgóður með
góðum gluggum. Möguleiki að gera innangengt úr húsi og innrétta sem
gott íbúðarherbergiGarður: Skjólsæll garður í rækt, stór nýleg timburverönd með miklum skjólveggjum og innfelldur
heitur pottur. Hluti af skjólveggjum næst húsi er
yfirbyggður sem skapar skemmtilega nýtingu. Lagt rafmagn í veggi fyrir ljós og tengla.
Bílaplan er hellulagt ásamt gangstétt að inngönguhurð með
snjóbræðslukerfi.
Húsið hefur fengið mjög gott viðhald og skjólveggir og pallur í garði mjög smekklegt, með lokuðum skápum m.a. fyrir útigrill o.fl.
Húsið er mjög vel staðsett á hornlóð í innsta botnlanga við Starengi og því mjög rúmt á því.
Stutt í skóla, leikskóla, íþróttasvæði og aðra þjónustu.Nánari upplýsingar veita:Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.