** Eignin er seld með fyrirvara **
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Höfðabyggð B19 - Virkilega skemmtilegt sumarhús/heilsárshús með sér gestahúsi og tækjageymslu á 5.000 m² skógi vaxinni leigulóð á besta stað inn í Lundsskógi.
Rúmlega 150 m² timbur verönd umhverfis húsið á þrjá vegu með heitum potti og sauna húsi sem byggt er inn í brekkuna.
Húsið var mjög mikið endurnýjað á skemmtilegan hátt árið 2020, lagður hiti í öll gólf, ný gólfefni, nýjar innréttingar, húsið málað bæði að utan og innan o.fl.
Ragna Sif Þórisdóttir innahússhönnuður kom að framkvæmdunum og aðstoðaði við hönnun og val á húsgögnum.
Skipting eignar: Aðal húsið er byggt árið 1993 og 84,3 m² að stærð, gestahúsið er byggt árið 2004 og 22,9 m² að stærð og tækjageymslan 2006 og 25,0 m² að stærð.
Aðal húsið skiptist í forstofu/þvottahús, gang, eldhús og stofu í opnu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og svefnloft. Flísar og dökkt olíuborið parket er á gólfum og hvítar innihurðar.
Forstofa er með flísum á gólfi góðum skápum og grárri innréttingu með stæði fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Úr forstofu er gengið inn á gang með dökku parketi á gólfi og þar er timbur stigi upp á svefnloft.
Eldhús og stofa eru í opnu rými þar sem loft eru tekin upp, góðir gluggar til þriggja átta og hurð út á verönd. Falleg grá sprautulökkuð innrétting með ljósri bekkplötu. Innfelldur ísskápur og gas helluborð. Kamína er í stofunni. Vönduð Tom Dixon ljós í loftum.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með dökku parketi á gólfi.
Svefnloft er með spónaparketi á gólfi. Skráðir fermertrar á svefnloftinu eru 4,1 m² en nýtanlegir eru mun fleiri.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, með ljós grárri innréttingu, tvöfaldri sturtu, opnanlegum glugga og hurð út á verönd þar sem heitur pottur er og sauna hús. Inn af baðherberginu er snyrting í sér rými með handlaug og upphengdu wc.
Gestahús er skráð 22,9 m² að stærð og er innréttað í samskonar stíl, þar er dökkt vínyl parket á gólfi í alrými og loft tekið upp. Baðherbergið er með vínyl parketi á gólfi og flísum inn í sturtu, ljósri innréttingu, upphengdu wc og handklæðaofni.
Tækjageymsla er við endann á veröndinni og skráð 25 m² að stærð. Þar eru flísar á gólfi, .gönguhurð og sér innkeyrsluhurð. Háaloft er yfir því öllu. Hitaveitugrindin fyrir húsin er inn í tækjageymslunni og stýringin fyrir heita pottinn.
Annað
- Innbú að undanskildum málverkum og persónulegum munum fylgir með við sölu eignar.
- Mjög góður 9 holu golfvöllur og gólfskáli með veitingum er á svæðinu.
- Grasflöt er á bakvið aðal húsið.
- Malbikað bílaplan.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Hitaveita er í húsunum.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.