Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu Hulduhóla 13 sem er nýlegt, fullbúið fjögurra herbergja einbýlishús í nýju íbúðahverfi á Eyrarbakka. Húsið er á einni hæð, klætt að utan með lituðu bárujárni og á þaki, sem er valmaþak, er járn. Húsið er 180,2 fm að stærð, þar af sambyggður bílskúr 42,0 fm. Húsið er byggt 2017 úr timbri og stendur á 839,9 fm lóð. Húsið er staðsett í rólegri botnlangagötu og er garður þökulagður, steypt verönd með heitum potti og við inngang er þak tekið vel yfir sem myndar gott skjól.
Nánari lýsing:
Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, í barnaherbergjum eru fataskápar en inn af hjónaherbergi er fataherbergi með miklu skápaplássi. Flísalögð forstofa með stórum fataskáp. Bjart miðrými hússins telur eldhús, borðstofu og stofu í opnu rými en úr henni er útgengt út á steyptan sólpall með heitum potti. Í eldhúsi er stór og snyrtileg innrétting frá Fríform með vönduðum heimilistækjum frá AEG/Siemens, mjög góðu skápaplássi og eyju sem hægt er að sitja við. Baðherbergi er með ,,walk inn" sturtu, fallegri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni og er flísalagt í hólf og gólf. Útgengt er úr baðherbergi út á sólpall og í pottinn. Þvottahús er með góðri innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara í vinnsluhæð, og úr því er innangengt í rúmgóðan, snyrtilegan bílskúr með flísalögðu gólfi og geymslulofti. Gott sjónvarpshol er við svefnherbergjagang.
Á öllum gólfum eru ljósgráar flísar frá Álfaborg og innfelld led lýsing í loftum. Húsið er kynt með svæðaskiptum gólfhita. Fullkomið Instabus hússtjórnarkerfi er í húsinu en úr því er m.a. hægt að forrita ljósarofa sem og að stjórna hitakerfi hússins úr snjallsíma. Stórt bílaplan með drenmöl.
Í alla staði vel skipulögð, snyrtileg og nýleg eign staðsett í barnvænu umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð