Helgafell fasteignasala kynnir 199,9fm. fallegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 29fm. bílskúr við Gerðhamra 2 í Grafarvogi.Húsið samanstendur af fjórum svefnherbergjum, stofu, borðstofu, setustofu, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi, anddyri og gestasalerni. Innangengt inn í bílskúrinn. Nánari lýsing:Anddyri er rúmgott, flísalagt með rúmgóðum skáp.
Inn af anddyri er
svefnherbergi sem nýtt er í dag sem skrifstofa. Korkur á gólfi og fataskápur.
Gestasalerni á hægri hönd þegar komið er inn í íbúðina úr anddyrinu. Flísar á gólfi.
Stofa með góðri lofthæð, gegnheilt eikarparketi á gólfi, flísalagt í kringum fallegan
arin sem er í góðu lagi.
Borðstofa er inn af stofu með gegnheilu eikarparket á gólfi. Fín lofthæð. Útgengt út í garð til vesturs úr borðstofunni.
Eldhús er bjart með eldri snyrtilegri innréttingu, gegnheild eikarparket á gólfi. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp og uppþvottavél. Góður borðkrókur í eldhúsinu.
Sjónvarpshol með gegnheilu eikarparketi á gólfi.
Barnaherbergi með harðparketi á gólfi og góðri lofthæð.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu baðkari og sturtuklefa.
Barnaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp og góðri lofthæð.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og stórum fataskáp og góðri lofthæð.
Þvottahús rúmgott með lökkuðu gólfi og vask.
Geymsla/búr inn af þvottahúsi. Hægt er að komast upp á milliloft úr þvottahúsi.
Innangengt er úr þvottahúsi inn í rúmgóðan bílskúr.
Bílskúr er með steyptu gólfi góðri lofthæð. Bílskúrshurð er extra há (240cm) og möguleiki að koma inn jafnvel breyttum jeppa inn í bílskúrinn.
Innkeyrslan og tröppur er hellulögð og upphituð.
Fallegur garður sem var hannaður af Stanislas landslagsarkitekt. Hellulögn í kringum allt húsið. Lítill geymsluskúr í garðinum.
Fallegt fjölskylduhús með fjórum svefnherbergjum innbyggðum bílskúr og fallegum garðiFyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Helgafell fasteignasala - sími
566 0000Rúnar Þór Árnason, lgf., runar@helgafellfasteignasala.is