Skráð 19. jan. 2026

Álfheimar 42

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
95.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
74.900.000 kr.
Fermetraverð
785.939 kr./m2
Fasteignamat
70.700.000 kr.
Brunabótamat
43.900.000 kr.
Mynd af Þórdís Björk Davíðsdóttir
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1958
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2021045
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ekki vitað annað en í lagi
Raflagnir
Endurnýjuð tafla og mælar í sameign. Þó fyrir einhverju síðan.
Frárennslislagnir
Skólp fóðrað ca 7 ár síðan
Gluggar / Gler
Gler í Stóru rúðu í stofu 2011 og litlu í stofu 2023
Þak
járn&pappi endurn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður
Upphitun
Geislahitun
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Litlar rispur í parketi, þó ekkert óeðlilegar sbr. aldur parkets.
Kvöð / kvaðir
Sjá lóðarleigusamning
** HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINA **
 
Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:
Einstaklega bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli staðsett innst í botnlanga, sem veitir gott næði og rólegt umhverfi. Íbúðin nýtur fallegs útsýnis að Laugardalnum og er á eftirsóttum stað í grónu og fjölskylduvænu hverfi.
Samkvæmt skráningu HMS er eignin 95,3 fm, þar af er íbúðarrýmið 89,0 fm og geymsla íbúðar 6,3 fm í kjallara.
Húsið hefur verið tekið í gegn að utan, múrað og málað, járn og pappi á þaki endurnýjuð og rafmagnstafla í sameign endurnýjuð. Bæði sameign og aðkoma að húsinu eru sérlega snyrtileg.
  SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent til þín samstundis

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
 
  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - Með húsgögnum
  SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - ÁN húsgagna

Endurbætur að sögn seljanda:
-  Á þaki var endurnýjað járn og pappi ásamt túðum fyrir ca 3 árum
-  Húsið var yfirfarið, gert við og málað fyrir ca 2 árum
-  Með hverri íbúð fylgja tveir skápar á stigapalli.
-  Skólp fóðrað fyrir ca 7 árum síðan 
-  Baðherbergið var endurnýjað 2006 
-  Stóra glerið í stofu 2011 og litla í stofu 2023
-  Tenglar endurnýjaðir í íbúð ca 9 ár síðan
-  Stigagangur málaður og skipt um teppi á stigagangi 2009
-  Dyrasímar í stigagangi endurnýjaðir og skipt um varmaskipti í kyndingu fyrir nokkrum árum.
-----------------
Innan íbúðar er: anddyri/miðrými, 3 herbergi, stofa og borðsstofa sameiginleg, baðherbergi og eldhús.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri / miðrými: Flísalagt gólf og ágætir fataskápar. Anddyrið tengir öll rými íbúðar á skilvirkan hátt.
Eldhúsið: Nokkuð rúmgott eldhús með ljósri viðarinnréttingu, góðu skápaplássi, flísum á milli skápa, glugga til norðurs, parketi á gólfi og tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergin eru þrjú:
Herbergi I er hjónaherbergi, rúmgott með góðum fataskápum, parketi á gólfi og útgengi á skjólsælar suðursvalir.
Herbergi II og III eru bæði í góðri stærð, með gluggum til vesturs og parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa: Bjart og opið rými með gluggum til suðurs og vesturs, parketi á gólfi og góðu rými fyrir setu- og borðaðstöðu.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað og er með baðkari m/sturtu, hvítri innréttingu undir handlaug, upphengdu salerni, opnanlegu fagi á glugga til norðurs og flísum á veggjum og gólfi.
Sameign og aðstaða:
Sameign er öll hin snyrtilegasta og hefur hver íbúð tvöfaldan skáp á stigapalli við hlið íbúðar.
Sérgeymsla íbúðar er í kjallara og er 6,3 fm.
Góð hjólageymsla og sameiginlegt þvottahús, þar sem hver íbúð er með sína eigin vél
Garður - er sameiginlegur Álfheimum 38-42 og eru góð leiktæki sunnan megin við húsið.
Bílastæði á lóð Álfhh.38-42 eru sameiginleg og er komin rafhleðslustöð fyrir tvær hleðslur en búið er þó að leggja grunn að fleirum.
Nágrenni - matjurtargarðar í útleigu frá Reykjavíkurborg - Sjá nánar HÉR 
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

 
Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 3.800 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Langholtsvegur 184
Opið hús:22. jan. kl 17:00-17:30
Langholtsvegur 184
104 Reykjavík
96.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
412
742 þ.kr./m2
71.900.000 kr.
Skoða eignina Kleppsmýrarvegur 6 íb 209
Bílastæði
Opið hús:21. jan. kl 17:00-18:00
Kleppsmýrarvegur 6 íb 209
104 Reykjavík
80.2 m2
Fjölbýlishús
312
935 þ.kr./m2
75.000.000 kr.
Skoða eignina Eikjuvogur 28
Opið hús:22. jan. kl 16:30-17:00
Skoða eignina Eikjuvogur 28
Eikjuvogur 28
104 Reykjavík
91.9 m2
Fjölbýlishús
312
815 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Kleppsmýrarvegur 6 - Íbúð 209
Bílastæði
Kleppsmýrarvegur 6 - Íbúð 209
104 Reykjavík
78.9 m2
Fjölbýlishús
312
975 þ.kr./m2
76.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin