Fasteignaleitin
Skráð 22. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Fannagil 26

RaðhúsNorðurland/Akureyri-603
197.6 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
105.000.000 kr.
Fermetraverð
531.377 kr./m2
Fasteignamat
91.700.000 kr.
Brunabótamat
80.690.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2274146
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegt frá 2005
Raflagnir
Upprunalegt frá 2005
Frárennslislagnir
Upprunalegt frá 2005
Gluggar / Gler
Upprunalegt frá 2005
Þak
Upprunalegt frá 2005
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Baðkar er gamalt
Sprunga er í gólfflís í forstofu. 
Smá skemmd í bílskúrshurð
Eignin er ekki í fullu samræmi við upprunalegar teikningar
** Eignin er seld með fyrirvara **

Fannagil 26 - Rúmgóð og falleg 6 herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með sambyggðum bílskúr í Giljahverfi. Heildarstærð er 197,6 m² en þar af telur bílskúrinn 24,9 m²

Vönduð og vel um gengin eign á vinsælum stað í bænum.
- 4 góð svefnherbergi og möguleiki á að útbúa það fimmta úr sjónvarpsstofu
- Frábært útsýni
- Gólfhiti í öllum rýmum
- Snjóbræðsla í bílaplani
- Gott geymsluloft yfir allri íbúðinni.

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: 
Efri hæð:
 Forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr
Neðri hæð: Sjónvarpsstofa, baðherbergi, tvö svefnherbergi, hol, þvottahús og geymsla. 

Efri hæð:
Forstofa
er með flísum á gólfi og góðu skápaplássi.
Eldhús er með mahony innréttingu og ljósum flísum á gólfi. Stæði fyrir ísskáp er í innréttingu. Uppþvottavél er innfelld í innréttingu og fylgir með við sölu. Úr eldhúsi er gengið út á góðan sólpall sem snýr til vesturs. 
Stofa er rúmgóð, með flísum á gólfi og innfelldri lýsingu. Skemmtilegt útsýni er úr stofuglugganum. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari og góðri mahony innréttingu. Upphengt wc, handklæðaofn og opnanlegur gluggi er á baði.
Hjónaherbergi er rúmgott, með góðu skápaplássi og plastparketi á gólfi.
Barnaherbergi er með plastparketi á gólfi og fataskáp. 
Bílskúr er með flísum á gólfi og hillum á veggjum. Þar er tengi fyrir þvottavél. Sér inngönguhurð er við hliðina á innkeyrsluhurðinni.
Geymsluloft er yfir allri íbúðinni og eru lúgur upp á geymsluloftið bæði úr bílskúrnum og úr barnaherbergi efri hæðar. 

Neðri hæð:
Tvö svefnherbergi eru á neðri hæðinni, bæði mjög rúmgóð, með ljósu plastparketi á gólfi og fataskápum. 
Sjónvarpsstofa er með plastparketi á gólfi. Úr þessu rými væri hægt að útbúa fimmta svefnherbergið. 
Baðherbergi er flísalagt og með góðri ljósri innréttingu. Stór flísalögð sturta og upphengt wc. 
Hol er með plastparketi á gólfi. Af holi er hurð inn í geymslu undir stiga.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Ljós innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er útgengt út á baklóð.

Annað:
- Húsið var málað að utan 2018
- Snyrtileg og vel umgengin eign
- Ljósleiðari
- Innfelld lýsing í alrými á efri hæð.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2005
24.9 m2
Fasteignanúmer
2274146
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
02
Númer eignar
08
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.740.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Langholt 28
Bílskúr
Skoða eignina Langholt 28
Langholt 28
603 Akureyri
211.7 m2
Einbýlishús
524
471 þ.kr./m2
99.700.000 kr.
Skoða eignina Þverholt 2
Bílskúr
Skoða eignina Þverholt 2
Þverholt 2
603 Akureyri
193.7 m2
Einbýlishús
515
498 þ.kr./m2
96.500.000 kr.
Skoða eignina Langholt 28
Skoða eignina Langholt 28
Langholt 28
603 Akureyri
211.7 m2
Einbýlishús
524
471 þ.kr./m2
99.700.000 kr.
Skoða eignina Tungusíða 21
Skoða eignina Tungusíða 21
Tungusíða 21
603 Akureyri
232.7 m2
Einbýlishús
625
429 þ.kr./m2
99.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin