Valhöll kynnir glæsilega þriggja til fjögurra herbergja íbúð á 5. hæð ásamt stæði í bílageymslu og rúmgóða sérgeymslu í kjallara. Svalir til austurs og yfirbyggðar svalir til suðurs og vesturs. Glæsilegt útsýni yfir borgina og til sjávar. Aðeins tvær íbúðir eru á þessari hæð í húsinu.Smelltu hér til að skoða myndband af eigninni.Bókið skoðun hjá Óskari H. Bjarnasen lögfr. og löggiltum fasteignasala í gegnum netfangið oskar@valholl.is eða í síma 691-1931.Nánar tiltekið er um að ræða íbúð 501 við Vatnsstíg 15, 101 Reykjavík, 4ra herbergja íbúð á 5. hæð. Íbúðin skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, sérþvottahús, eldhús, rúmgóða borðstofu og setustofu, Hjónaherbergi með sér baðherbergi inn af, svefnherbergi og sjónvarpsrými. Sérgeymsla í kjallara hússins. Sérbílastæði í bílastæðahúsi. Teikningar íbúðar gerir ráð fyrir möguleikanum á að loka sjónvarpsrými af og mynda þá þriðja svefnherbergið með sér svölum til austurs.
Skv. Fasteignayfirliti HMS er íbúðin skráð 127,6 fm og geymsla 13,8 fm. Samtals 141,4 fm.Nánari lýsing:Forstofa: er með fataskápum, flísar á gólfi.
Sérþvottahús: með skápum, vinnuborði og skolvaski. Flísar á gólfi.
Gestasnyrting: er með handlaug og upphengdu salerni. Flísar í hólf og gólf.
Alrými: er opið og bjart og samanstendur af borðstofu, setustofu og sjónvarpsrými og er opið inn í eldhús.
Stofa og setustofa eru rúmgóðar og einkar bjartar með stóra gólfsíða glugga, parket á gólfi. Út stofu er gengið um tvo útganga út á
stórar L-laga svalir með svalalokun, sem snúa í suður og vestur.
Glæsilegt útsýni.Sjónvarpshol: rúmgott með parketi á gólfi. Útgengt er á austursvalir. Teikningar gera ráð fyrir að sjónvarpsrýmið sé þriðja svefnherbergið svo auðvelt er að bæta því við.
Eldhús: Viðar innrétting með hvítum yfirskápum, steinn á borðum. Undirfelldur vaskur. Ofn og combiofn í vinnuhæð. Innfelld lýsing.
Hjónaherbergi: rúmgott með mjög miklu skápaplássi. Parket á gólfi.
Baðherbergi: er inn af hjónaherberginu með hvítri innréttingu með skúffum og skápum og handlaug. Steinn á borði. Baðkar. Walk-in sturta. Vegghengt salerni. Handklæðaofn. Gluggi. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi 2: rúmgott með fataskápum. Parket á gólfi.
Sérgeymsla: er í kjallara hússins, mjög rúmgóð eða 13,8 fm. með mjög mikilli lofthæð.
Hjóla- og vagnageymsla: er í sameign í kjallara.
Sérbílastæði: í bílageymslu í kjallara hússins. Uppsett hleðslustöð.
Vatnsstígur 15 er matshluti 01 og í honum eru 15 íbúðir á 10 hæðum auk kjallara á tveim hæðum.
Aðeins tvær íbúðir eru á þessari hæð í húsinu.Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða oskar@valholl.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.