* EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING *
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir fasteignasali kynna nokkuð endurnýjaða 4 herbergja búð á efstu hæð við Jörfabakka 6 í Reykjavík . Eignin er skráð 94,8 m2, íbúðarhlutinn er skráður 85,5 m2, geymslan er skráð 9,3m2.
Eignin skiptist í forstofuhol, eldhús, baðherbergi,þvottahús, búr, stofu með útgengi út á svalir til suðurs, þrjú svefnherbergi auk sérgeymslu á jarðhæð.
✅ Gott leiksvæði fyrir börn í garðinum.
✅ Sólríkar svalir.
✅ Skóli, leikskóli og helsta þjónusta í göngufæri ásamt nálægð við Elliðaárdalinn.
Endurbætur á íbúð 2018-2019
* Eldhús endurnýjað
* Baðherbergi endurnýjað
* Allir ofnar fyrir utan ofn í þvottahúsi endurnýjaðir
* Nýr dyrasími með myndavél
Nánari lýsing:
Forstofuhol parketi á gólfi og innfelldum eldri fataskáp með rennihurðum.
Eldhúsið er með innréttingu á tvo vegu með dúkflísum á milli skápa, innbyggðum ísskáp með frysti , og innbyggðri uppþvottavél, helluborð með viftu yfir, ofn í vinnuhæð.
Stofa með parketi á gólfi með útgengi út á svalir til suðurs.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, innrétting með efri og neðri skáp, sturta, handklæðaofn.
Svefnherbergi með dúk á gólfi og eldri fataskáp með rennihurðum.
Svefnherbergi II með parketi á gólfi.
Svefnherbergi III með dúk á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi með dúk á gólfi , hvít innrétting, þurrkari fylgir
Búr er innaf þvottahúsi með dúk á gólfi , tengi fyrir þvottavél og þurrkara, frystikista fylgir með.
Geymsla með máluðu gólfi og hillum, opnanlegur gluggi.
Sameign: Sameiginlegt salerni er í kjallara, hjóla- og vagnageymsla, þurrkherbergi ásamt sorpgeymslu.
Viðhald síðustu ára á sameign
2018 - Húsið múrviðgert og málað, skipt um gler að hluta.
2020 - Þak: skipt um járn, pappa og rennur
Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is