* EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING *
LIND fasteignasala og Auður löggiltur fasteignasali kynna mikið endurnýjaða, glæsilega og rúmgóða 3-4 herbergja endaíbúð á 2. hæð við Jörfabakka 6 í Reykjavík með útleigu möguleika. Eignin er skráð 93,3 fm, íbúðarhlutinn er skráður 67,2 m2, geymsla 12,1 m2 auk 14 m2 útleigu herbergi sem staðsett er í kjallara með aðgengi að salerni, WI-FI tenging er í herbergi. Eignin skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, baðherbergi, stofu/borðstofu með útgang út á svalir, tvö svefnherbergi en það þriðja er í kjallara (14 m2 ) með útleigumöguleika, auk sérgeymsla á jarðhæð.✅ Möguleiki á útleigutekjum.
✅ Gott leiksvæði fyrir börn í garðinum.
✅ Sólríkar svalir.
✅ Skóli, leikskóli og helsta þjónusta í göngufæri ásamt nálægð við Elliðaárdalinn.
Endurbætur á íbúð 2025
* Eldhús endurnýjað frá A-Ö
* AEG tæki í eldhúsi
* Baðherbergi endurnýjað frá A-Ö ( fyrir utan sturtubotn )
* Öll gólfefni endurnýjuð
* Allar innihurðar endurnýjaðar
* Allir rofar og tenglar endurnýjaðir
* Rafmagnstafla endurnýjuð
* Veggþiljur settar á forstofu og stofu
* Öll íbúðin spörsluð og heilmáluð
* Nýr dyrasími með myndavélNánari lýsing:Forstofuhol með harðparketi á gólfi og innfelldum eldri fataskáp.Fallegar veggþiljur á einum vegg.
Eldhúsið er bjart og rúmgott með nýrri eldhúsinnréttingu frá Axis með efri og neðri skápum, innbyggð AEG uppþvottavél, stór tvöfaldur ísskápur sem getur fylgt , AEG helluborð og AEG bakaraofn, harðparket á gólfi. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Fallegar veggþiljur á heilum vegg. Útgengi út á svalir.
Baðherbergi með flísalögðui gólfi og fiber plötum að hluta til á veggjum, innrétting með efri og neðri skáp, walk-in sturta.
Svefnherbergi er rúmgott með eldri fataskápum, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi II með harðparket á gólfi.
Svefnherbergi IIII (í kjallara): Er 14 m2 með harðparketi á gólfi. Hefur verið í útleigu.
Geymla með máluðu gólfi og hillum.
Sameign: Sameiginlegt salerni er í kjallara, hjóla- og vagnageymsla, þurrkherbergi ásamt sorpgeymslu.
Viðhald síðustu ára á sameign
2018 - Húsið múrviðgert og málað, skipt um gler að hluta.
2020 - Þak: skipt um járn, pappa og rennur
Allar upplýsingar um eignina veitir Auður Magnúsdóttir fasteignasali í síma 848-2666 eða audur@fastlind.is