Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu:
Frábært tvíbýlis fjölskylduhús við Tryggvagötu 4a á Selfossi með sérstæðum bílskúr. Húsið er steinsteypt þriggja hæða hús (verið að selja aðalhæð og ris) með bílskúr þar sem búið er að útbúa stúdíóíbúð og garðhús með heitum potti. Húsið er byggt árið 1946 og er allt hið snyrtilegasta, stór gróinn garður. Eignin er skráð samkvæmt fasteignamati; Íbúð og ris 155,2 fm, bílskúr 53,7 fm og garðskáli 21,7 fm. Samtals 230,6 fm.
Eigandinn var með rekstrarleyfi fyrir gistingu í húsinu.
Búið er að mynda skólpagnir í húsinu sem hafa verið endunýjarðar yfir í plaströr. Frábært tækifæri fyrir fjölskyldu sem vill búa á besta stað á Selfossi og fyrir þá sem vilja kaupa kjallaraíbúðina seinna meir sem er 3ja herbergja íbúð á sér fastanúmeri, 80,3 fm Húsið getur verið laust við kaupsamning.Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 690-2602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til elin@gimli.is
* Stútíóíbúð í bílskúr útbúin fyrir nokkrum árum.
* Skólp myndað og er í lagi.
* Baðherbergi á aðalhæð tekið í gegn fyrir nokkrum árum.
* Garðhús með heitum potti, affalið af húsinu fer í garðhúsið.
* Í sumar var skipt alveg um þak á bílskúr og ný klæðning sett á norður og suður hliðar, seljandinn lætur laga botnstykki í gluggum á bílskúr.NÁNARI LÝSING:Aðalhæð:Forstofa: með flísum á gólfi.
Hol: með flísum á gólfi, forstofuskáp og steyptum stiga upp á efri hæð.
Baðherbergi: inn af holi sem var tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Flísar á gólfi og veggjum, sturta, með glerhurð, upphengt wc, innrétting með vaski og glugga.
Eldhús: með góðri eldri innréttingu, uppþvottavél, flísum á gólfi, borðkrók og glugga á tvo vegu.
Stofa: með parketi á gólfi og svölum.
Borðstofa: með parket á gólfi.
Hjónaherbergi 1#: með parketi og skápum.
Herbergi 2#: er innaf herbergi 1 með parketi á gólfi.
Efri hæð með tveimur kvistum:Hol: með teppi sem tengir saman öll rými annarrar hæðar.
Hjónaherbergi: mjög rúmgott með parketi og fataskápum og setukrók.
Herbergi 4#: með parketi og skáp.
Herbergi 5#: með parketi á gólfi.
Geymsla: með hillum einnig er geymslurými sitthvoru megin undir súðinni.
Baðherbergi: mjög rúmgott með hornbaðkari m/nuddstútum, upphengt wc, innréttingu með vaski og efri skápum, tengi fyrir þvottavél, handklæðaofn, flísar á gólfi og veggjum og góðum gluggum.
Þvottahús/geymsla: Er sameiginleg við kjallaraíbúðina.
Bílskúr: Búið er að útbúa stúdíóíbúð í hluta af bílskúr.
Flísar á gólfi, nýleg innrétting og tæki, nýlegt baðherbergi með sturtu, upphendu wc og innréttingu með vaski.
Garður: stór og falleg eignarlóð með garðskála með heitum potti. Stórt bílaplan með mulningi.
Niðurlag:
Virkilega falleg eign með mikla möguleika fyrir stóra fjölskyldu sem og aðila sem vilja hafa útleigu möguleika.
Mjög stutt í alla helstu þjónustu og nýja miðbæ Selfoss. Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust.
Gimli, gerir betur...Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.