Fasteignaleitin
Skráð 12. jan. 2025
Deila eign
Deila

Kjarrmói 2

ParhúsSuðurland/Selfoss-800
172.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
91.900.000 kr.
Fermetraverð
532.445 kr./m2
Fasteignamat
89.950.000 kr.
Brunabótamat
81.650.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2017
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2282862
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar lagnir
Raflagnir
Upphaflegar raflagnir
Frárennslislagnir
Upphaflegar lagnir
Gluggar / Gler
Upphaflegir gluggar
Þak
Upphafleg þak
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna:  Vel skipulagt 172,6 fm parhús á einnig hæð með 3-4 svefnherbergjum við Kjarrmóa 2 á Selfossi. Lóðin er 596 fm eignarlóð með rúmgóðu bílastæði fyrir 4-5 bíla.  Stór sólpallur með heitum potti með yfirbyggðu þaki og skjólveggjum umfram alla veröndina. Lóð með góðri grasflöt. Húsið stendur við opið svæði og er langt í næstu hús. Herbergi innan hússins eru þrjú, einnig er herbergi inn af bílskúr með hurð út í garð. Húsið er timburhús og er klætt viðhaldslítillri Duropal utanhúsklæðningu að mestu. Gluggar eru vandaðir úr Mahogny við.
 
Eignin er í heild skráð 172,6 fm skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er bílskúr skráður 48 fm. Geymsla Inn af bílskúr er í dag nýtt sem herbergi með hurð út á lóð
Fasteignamat 2025 er:  89.950.000.-  Byggingarár er 2017.
 
  • Hátt er til lofts í húsi og bílskúr.
  • Rúmgott eldhús með borðkrók
  • Gólfhiti í öllu húsinu.
  • Sólpallur með heitum potti og góðum skjólgirðingum.
  • Möguleiki á að gera útleiguherbergi í bílskúr.

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:

Anddyri – Fataskápur í anddyri og harðparket á gólfi.
Hol – Gengið er inn í rúmgott hol þar sem eldhús er á vinstri hönd, stofa á hægri hönd og þrjú svefnherbergi og baðherbergi er á svefnherbergisgangi beint inn af holi. Holið er rúmgott og er hátt til lofs þar sem og í öllu húsinu.
Herbergi 1 – Barnaherbergi með hvítu fataskáp með hurðum með spegli, harðparket á gólfi.
Herbergi II – Barnaherbergi með fataskáp án hurða og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi – Veggir eru flísalagðir grátóna flísum upp að lofti á móti er veggir með láréttum þiljum. Stór rúmgóð innrétting í dökkum viðarlit með borðplötu frá Fanntófell úr steyptu acrylefni með vaski úr sama efni. Stór spegill ofan við innréttingu með lýsingu ofan við spegil og undirlýsingu við borðplötu. Sturta með innbyggðum tækjum I vegg og sturtuglerþili. Gólflísar eru einnig í grátóna lit og er sturturými með flísum.
Hjónaherbergi – Fataskápar í herbergi á tveimur veggjum án hurða. Harðparket á gólfi.
Eldhús – Rúmgott eldhús með hvítri stórri Ikea eldhúsinnréttingu og eldunareyju með góðu skápaplássi. Borðplötur frá Fanntófell eru úr steyptu acrylefni með niðurfelldum eldhúsvaski. Borðkrókur í eldhúsi og harðparket á gólfi.
ATH – Grunnmynd íbúðar gefur ekki rétta mynd af uppröðun í eldhúsi og holi.

Stofa / borðstofa – Björt rúmgóð stofa og borðstofa með útgengt á sólpall  sem snýr í suður og suðvestur. Hátt er til lofts og eru loftin klædd hvítum þiljum með innfelldri lýsingu að hluta. Harðparket á gólfi.
Þvottahús – Í framhaldi af eldhúsi með dökkri innréttingu, efri skápum og rými fyri þvottavél og þurkara. Harðparket er á gólfi í þvottahúsi.
Gólfefni/ Innréttingar:  Innihurðar eru hvítar yfirfelldar allar í 90cm breidd með góðu hjólastólaðagengi. Baðinnrétting er vönduð frá Fanntófell. Innrétting í eldhúsi er hvít ágætlega vönduð frá Ikea. Fataskápar í herbergjum eru einnig frá Ikea.

Húsið er timburhús byggt árið 2017 og er klætt viðhaldslítillri Duropal utanhúsklæðningu að mestu. Gluggar eru vandaðir úr Mahogny við.

Bílskúr - Ágætlega rúmgóður bílskúr með álfellihurð og gönguhurðum á fram- og bakhlið hússins að garði. Hátt til lofts í bílskúr og er milliloft að hluta yfir rými innst í bílskúr þar sem búið er að útbúa eitt herbergi sem er með harðparketi á gólfi og glugga. Við hlið herbergis er rými þar sem er innrétting á vegg og hurð út á lóð. Möguleiki væri að gera útleigueinningu innst í bílskúrum þar sem herbergið er. Gott geymslurými á mmillilofti. Eftir er að klæða upptekin loft í bílskúr sem klára þar til að fá lokaúttekt og eignina uppfærða á byggingarstig B4 fullgerð bygging ( skv. nýrri byggingareglugerð) 

Lóð og umhverfi: Ágætlega stór 596 fm eignarlóð með grasflöt, hellulagðri innkeyrslu og góðum sólpalli með skjólveggjum.Gott skjól er við heitan pott sem er undir þaki (báruplasti)  og með skjólveggjum þar í kring sem og allan sólpallinn.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Seljavegur 13
Bílskúr
Opið hús:20. jan. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Seljavegur 13
Seljavegur 13
800 Selfoss
194.8 m2
Einbýlishús
725
456 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Engjaland 2 íb. 204
Bílastæði
55 ára og eldri
Opið hús:18. jan. kl 13:00-14:00
Engjaland 2 íb. 204
800 Selfoss
119.3 m2
Fjölbýlishús
312
771 þ.kr./m2
92.000.000 kr.
Skoða eignina Fagraland 12
Bílskúr
Skoða eignina Fagraland 12
Fagraland 12
800 Selfoss
153.8 m2
Parhús
413
607 þ.kr./m2
93.400.000 kr.
Skoða eignina Boðavík 15
Bílskúr
Skoða eignina Boðavík 15
Boðavík 15
800 Selfoss
161.7 m2
Raðhús
413
581 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin