Fasteignaleitin
Skráð 3. apríl 2024
Deila eign
Deila

Egilsbraut 7 - NESBÆR

Atvinnuhúsn.Austurland/Neskaupstaður-740
150.2 m2
3 Herb.
Verð
51.500.000 kr.
Fermetraverð
342.876 kr./m2
Fasteignamat
12.850.000 kr.
Brunabótamat
51.700.000 kr.
Byggt 1907
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2169031
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Yfirfarið 2004
Raflagnir
Nýjar lagnir 2004
Frárennslislagnir
Nýjar lagnir 2004
Gluggar / Gler
Yfirfarið að hluta 2004
Þak
Í lagi, málað fyrir tveimur árum síðan
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
28,82
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir

 
Gallar
Ryð í gluggakörmum utan verðu. Vantar neðri hluta þakrennu á suð-austur horni.  
 
Byr fasteignasala kynnir í einkasölu Egilsbraut 7, 740 Neskaupstaður.  NESBÆR kaffihús, matsölustaður og verslun. Húsnæði og rekstur ásamt öllu innbúi.  
Nesbær er rótgróinn rekstur á góðum stað sem starfað hefur í yfir 25 ár. Smellið hér fyrir staðsetningu. 
Húsið er timburhús byggt 1907. Eignin er skráð kaffistofa stærð 150.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: kaffihús/verslun, eldhús, lager, skrifstofa og þrjár snyrtingar.

Nánari lýsing: 
Tveir inngangar, annar á vesturhlið við útisvæði, hinn að sunnan verðu við gangstétt.  
Kaffihús/verslun, opið rými sem skiptist í verslunarhluta og veitingahluta.Veglegt afgreiðsluborð liggur í gegnum rýmið, möguleiki á að afgreiða á báðum svæðum. Hillur eru á bakvið afgreiðsluborð. 
Aftan við afgreiðsluborð er farið inn í eldhús, á lager, skrifstofu og starfsmannasnyrtingu. 
Kaffihús tekur 30-35 manns í sæti er setið er til borðs. Innbyggðir glerskápar fyrir bakkelsi, kökuskápur og goskælir. 
Verslununin selur í dag meðal annars gjafavörur, garn og blóm Blómakælir stendur í verslunarhluta. 
Eldhús er vel búið með öllum helstu tækjum, svo sem helluborði, ofnum, ískápum og uppþvottavél.  
Þrjár snyrtingar, tvær rúmgóð almennings snyrtingar og ein starfsmanna snyrting.
Útisvæði, vestan við húsið er stórt malbikað plan, hefur verið nýtt sem útisvæði frá kaffihúsi, þar eru fjögur stór borð og útistólar, sæti fyrir allt að 20 manns.
Svæðið nýtist einnig sem bílastæði fyrir tvær bifreiðar. Hellulögð gangstétt er sunnan við húsið ásamt bílastæðum fyrir 2-3 bifreiðar.

Húsið skráð timburhús, byggingarár 1905, tvær hæðir og þakrými. Húsið er klætt að utan bárustáli og plastpanil, tvíhalla þak. Malbikað útisvæði er vestan við húsið. Hellulagt er að framanverðu við húsið. 
Bílastæði við húsið eru malbikuð sameiginleg, eitt merkt stæði er fyrir hreyfihamlaða. Lóðin er sameiginleg leigulóð frá Fjarðabyggð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
700
149.6
50
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache