Fasteignaleitin
Skráð 26. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Árborg verslun Árnesi

Atvinnuhúsn.Suðurland/Selfoss-804
190 m2
4 Herb.
4 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
446.842 kr./m2
Fasteignamat
18.250.000 kr.
Brunabótamat
90.050.000 kr.
Mynd af Elka Guðmundsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1988
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2202761
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað um vandamál
Raflagnir
Ekki vitað um vandamál
Frárennslislagnir
Ekki vitað um vandamál
Gluggar / Gler
Ekki vitað um vandamál
Þak
Ekki vitað um vandamál
Svalir
Nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
ELKA lgf. s. 863-8813 hjá Fasteignasölunni TORG kynnir mjög áhugavert tækifæri í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Verslunin Árborg er 190,0 m² og staðsett við þjóðveg nr. 32 í byggðarkjarnanum Árnesi sem liggur m.a. að þjórsárdal.
Verslunin á sér 36 ára viðskiptasögu og hefur alla tíð verið rekið af sömu fjölskyldunni við góðan orðstýr.
Til sölu er húsnæðið ásamt rekstri sem samanstendur af veitingasölu, matvöruverslun ásamt bensín og olíusölu með samningi við N1.
Góðar tekjur hafa verið af rekstri staðarins og mikil tækifæri framundan í aukinni umferð, m.a. vegna fyrirhugaðra Fjallabaða ásamt því sem verslunin þjónustar mjög stórt svæði í ört vaxandi byggðarlögum í Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

*** Möguleiki er að kaupa reksturinn og leigja húsnæðið ***

Nánari lýsing;
Árnes er vaxandi byggðakjarni en þar er m.a. félagsheimilið Árnes, Þjórsárstofa, Þjórsárskóli, Neslaug, gistiheimili og tjaldsvæði.  Svæðið er eitt vinsælasta ferðamannasvæði Íslands, en Árnessýsla, státar af miklu náttúruundri og vel merktum sögulegum stöðum. Á árinu 2024 verður stærsta úthlutun lóða Sveitarfélagsins.  Mikil uppbygging er framundan í Árnesi en hugmyndavinna er í gangi um miðbæjarkjarna, hótel og aðra atvinnustarfssemi ásamt úthlutun lóða undir íbúðir.  Fjallaböðin í Þjórsárdal munu opna árið 2026 og einnig munu Rauðukambar hefja framkvæmdir á vörulager sem mun skapa á annað hundrað framtíðarstörf á svæðinu.  Allt bendir til að bygging Hvammsvirkjunar fari af stað í sumar og samhliða því munu framkvæmdir við Búðafossveg og brúarsmíði yfir Þjórsá fara af stað sem mun gjörbreyta samgöngum á Suðurlandi en verslunin er staðsett við veginn og fyrirséð að umferð munu aukast verulega.

Húsnæðið sem er 190 m² timburhús byggt árið 1988 hefur alla tíð verið vel við haldið og stendur á 2.503 fm malbikaðri lóð í alfaraleið, með nægum bílastæðum og góðri eldsneytisaðstöðu fyrir umferð á svæðinu en mörg dæmi er um að fisflugvélar hafi stöðvað við verslunina til að taka bensín við mikla athygli viðstaddra.  Verslunin þjónustar mjög stórt svæði íbúa ásamt ferðamönnum og ógrynni sumarhúsa og lögbýla, bílaumferð ferðamanna, þjónustu-,og atvinnubifreiða. Í næsta nágrenni er tjaldsvæði Árness og sundlaug með mikilli umferð sumarið um kring sem nýta sér verslun og þjónustu verslunarinnar. 

Frábært tækifæri fyrir samhelda fjölskyldu.  Möguleiki væri að kaupa íbúðarhús á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir lgf. í síma 863-8813 // elka@fstorg.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.U msýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/10/202014.550.000 kr.18.500.000 kr.190 m297.368 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
GötuheitiPóstnr.m2Verð
810
195.5
83
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin