Hraunhamar fasteignasala og Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali kynna: Bjarta og fallega tveggja-þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í fallegu þríbýli í Vesturbæ Hafnarfjarðar. Frábær staðsetning í göngufæri við miðbæ Hafnarfjarðar og Hellisgerði.
Íbúðin er skráð 45,5 fm skv. HMS. Nánari lýsing eignar:Forstofa.
Björt stofa og borðstofa (Borðstofa er herbergi á teikningu).
Nýlegt eldhús með ljósri innréttingu, innbyggð uppþvottavél.
Rúmgott svefnherbergi með fataskáp.
Flísalagt baðherbergi, nýleg ljós innrétting með handlaug, salerni og baðkar með sturtuaðstöðu. Gluggi.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara og sameiginlegt geymslupláss.
Nýlegt parket á gólfi.
Á stigapalli fyrir framan íbúð er fatahengi.
Um er að ræða fallega íbúð sem hefur verið tekin í gegn að miklu leyti. Allar nánari upplýsingar veitir: Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s.
659-0510 glodis@hraunhamar.is
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi