Til leigu hjá Reitum: Nýtt verslunarrými í MosfellsbæNýtt verslunarrými, veitingarými eða þjónusturými í miðbæ Mosfellsbæjar. Ný aðkoma verður að rýminu beint frá bílastæði. Aðgengi verður gott bæði fyrir vörur og viðskiptavini, jafnt akandi og gangandi. Vörumóttöku er deilt með öðru rými.
Um er að ræða:
- 314 fm rými auk 58,7 fm hlutdeild í sameign. Heildarstærð er því 372,7 fm.
Um er að ræða fullfrágengið opið rými tilbúið til innréttinga. Veggir verða sléttir og málaðir, loft máluð og með grunnlýsingu, gólf flotuð og lökkuð. Reitir aðlaga núverandi húskerfi að breyttu innra skipulagi og í takti við fyrirhugaða notkun húsnæðisins. Verslunareigendur sjá um innréttingar og áherslulýsingu inni í sínum verslunum. Afhending er samkomulag.
Auðunn Sólberg veitir nánari upplýsingar í síma 770 1018 eða í netfanginu audunn@reitir.is.Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins er skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði, sérhæft atvinnuhúsnæði og hótel, auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar. Kynntu þér þjónustu Reita og fleira húsnæði til leigu á
reitir.is.
Tegund: verslunarrými
Afhending: Afhending samkomulag
ID: 15