Falleg fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi að Álalind 14, 201 Kópavogi. Eigninni tilheyrir rúmgott stæði með hleðslustöð í lokuðu bílastæðahúsi.
Opið hús miðvikudaginn 11. desember kl. 17:00-17:30.
Eignin er skráð 128,7 fm samkvæmt Þjóðskrá, þar af er 8,9 fm geymsla. Aukin lofthæð er innan íbúðar, alrými er stórt og opið, tvennar lyftur í húsinu og sameign er afar snyrtileg. Álalind var valin gata ársins í Kópavogi árið 2022.
Eignin skiptist í: Forstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og opið alrými sem hefur að geyma eldhús og stofu/borðstofu. Úr alrými er útgengt á 22,7 fm suðursvalir með lokaðri geymslu.
Nánari lýsing:
Forstofa: Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi I: Parket á gólfi, rúmgóður fataskápur.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi III: Parket á gólfi, fataskápur og dökkgrá innrétting fyrir föt.
Baðherbergi: Flísalagt, eikarinnrétting, sturta, upphengt salerni.
Eldhús: Eikarinnrétting, hvít að hluta, eyja frá Brúnási með miklu skápaplássi og quartz steini, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél, led lýsing undir skápum.
Stofa/ borðstofa: Einstaklega rúmgóð, parket á gólfi.
Þvottahús: Flísar á gólfi, hvít innrétting, vaskur.
Geymsla: Í sameign, skráð 8,9 fm, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Frábærlega staðsett eign í skemmtilegu nýju hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, grunnskóla, leikskóla o.fl.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórir Helgi Sigvaldason, lögmaður og fasteignasali, í síma 823-7170 eða thorir@midborg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.