Fasteignaleitin
Skráð 20. des. 2024
Deila eign
Deila

Laugateigur 15

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
78.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
61.900.000 kr.
Fermetraverð
791.560 kr./m2
Fasteignamat
56.850.000 kr.
Brunabótamat
38.050.000 kr.
Byggt 1948
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2019168
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Raki í vegg milli eldhúss og baðherbergis á u.þ.b. 1m svæði niðri við gólf. Samkvæmt tjónamati tryggingafélags og pípulagningamanna á þeirra vegum er um að ræða leka frá sturtu vegna frágangs við flísalagningu á sturturými en ekki vegna lagnaleka og því þörf á að yfirfara eða endurnýja sturtu.

Vantar gler í eldhússkápa.
Fasteignamiðlun kynnir góða, bjarta og vel skipulagða íbúð á neðstu hæð í fallegu og vel viðhöldnu húsi að Laugateigur 15, 105 Reykjavík. Húsið hefur fengið mjög gott viðhald á síðustu árum þar sem ma. húsið verið endursteinað, þakjárn endurnýjað, drenað á allar hliðar og gangstétt lögð með snjóbræðslu í kringum húsið, klóak endurnýjað út í brunn ofl. Sjá upptalningu hér að neðan. Gengið er í íbúðina að aftanverðu og komið niður í sameiginlegt hol sem hefur verið nýtt sem anddyri/forstofa með leyfi annarra eiganda hússins. Eignin skiptist í gang, baðherbergi, 2 svefnherbergi, eldhús og geymslu. Sameiginlegt rúmgott rúmgott þvottahús er á hæðinni. Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í Laugardalnum. Stutt er í skóla, leikskóla og íþróttaiðkun sem og falleg útivistarsvæði, verslun og þjónustu. 

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is


Eignin Laugateigur 15 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-9168, birt stærð 78.2 fm, þar af er sérgeymsla í sameign 3,3fm.

Fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 58.650.000kr

Framkvæmdir undanfarin ár:
2014: Skólplagnir fóðraðar
2016: Nýtt dren lagt á allar hliðar hússins,  lóð löguð, ný gangstétt lögð með snjóbræðslu í kringum húsið og settar upp ruslageymslur og útiljós við gangstíg upp að húsi. Klóak endurnýjað út í brunn. 
2020: Múrviðgerðir og endursteining: Hús ástandsskoðað af verkfræðistofu og í framhaldi farið í múrviðgerðir og endursteiningu á öllu húsinu. Að auki skipt út gluggum eftir þörf, þá 2 gluggum í kjallaraíbúð (stofu og geymslu) og 1 í sameign (hitakompu).
2022: Þak endurnýjað (járn að fullu og tréverk eftir þörfum) og skorsteinn fjarlægður.
2023: Hellulagning undir svölum í garði.
2023: Rafmagnstaflan sett inn í eldhús fyrir þau tæki sem þar eru.
 
Nánari lýsing:
Inngangur: 
Gengið er inn að aftan, norðan megin við hús
Gangur: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Rúmgott með tvöföldum fataskáp.
Stofa: Rúmgóð og björt með góðum gluggum í 2 áttir, til suðurs og vesturs.
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum, ofni, innbyggðum gufugleypi, helluborð og uppþvottavél.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Flísalögð "walk in sturta", handklæðaofn, klósett ásamt skápa innréttingu með vask og spegli fyrir ofan. Raki er í vegg við sturtu sem samkvæmt mati tryggingafélags er vegna frágangs á sturtu og því er þörf á yfirferð á frágangi eða endurnýjun
Geymsla: Sérgeymsla staðsett í sameign, 3,3fm.

Sameign: Hluti sameignar nýttur sem forstofa eignar með vilyrði frá öðrum eigendum í húsi. Fataskápur eignar fyrir framan inngangshurð inn í íbúð. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla íbúðar. 
Garður: Sameiginlegur fallegur og snyrtilegur tyrfður garður beggja megin við hús. Lóð löguð 2016 þar sem lögð var ný gangstétt með snjóbræðslu í kringum húsið, settar upp ruslageymslur og útiljós við gangstíg upp að húsi. 

Góð 3 herbergja íbúð í fallegu og mjög vel viðhöldnu húsi í afar vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í Teigunum. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu allt í kring, glæsilegt útivistarsvæði í Laugardalnum með fallegum hjóla- og gönguleiðum ásamt leik- og grunnskólum í göngufjarlægð. Afar fjölbreytt flóra af íþrótta og tómstundarstarfi í nágrenninu. Laugardalslaugin, flaggskip World Class, fjölskyldu- og húsdýragarðurinn ásamt íþróttasvæði Þróttar og Ármanns allt í göngufjarlægð. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/11/201933.650.000 kr.37.400.000 kr.78.2 m2478.260 kr.
30/10/200715.840.000 kr.20.900.000 kr.74.9 m2279.038 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignamiðlun
https://www.fasteignamidlun.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bríetartún 6
Opið hús:23. des. kl 17:00-17:40
Skoða eignina Bríetartún 6
Bríetartún 6
105 Reykjavík
68 m2
Fjölbýlishús
312
881 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Blönduhlíð 27
Skoða eignina Blönduhlíð 27
Blönduhlíð 27
105 Reykjavík
86 m2
Fjölbýlishús
412
755 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 305
Borgartún 24 - íbúð 305
105 Reykjavík
60 m2
Fjölbýlishús
211
1032 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 7
Skoða eignina Skipholt 7
Skipholt 7
105 Reykjavík
69.1 m2
Fjölbýlishús
211
925 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin