Halldóra Kristín Ágústsdóttir löggiltur fasteignasali sími 8611105- dora@husfasteign.is og Hús fasteignasala kynna í almennri sölu: Nú stendur til að hefja framkvæmdir á Miðstræti 11a, sem verður einstaklega fallegt einbýlishús á tveim hæðum í hjarta miðbæjar Vestmannaeyja. Húsið verður byggt úr Durisol hleðslueiningum, það verður með 40 gráðu þaki og austurkvisti. Í húsinu verða 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, stofa, hol og geymsla. Stærð efri hæðar verður 75,8m2 og neðri hæðar 90 m2, samtals 165,8 m2. Eignin afhendist uppsteypt með Durison einingarkerfinu, með málmklæðningu á veggjum og þaki. Áltré gluggar og hurðir. Sökkull og golfplata, gólfplata verður með ísteyptum hitalögnum ( ótengt) Milliveggir á jarhæð verða steyptir, timburstigi á milli hæða. Timbur burðarbitar í milligólfi og 21mm gólfplötur. Einangrun á milli sperra og gengiðf rá rakasperru og einnig í kvisti. Lóð verður grófjöfnuð.
Um byggingarefnið Durisol: Hleðslueiningar sem hafa 100 mm einangrun og 120 mm steypurými með járnbendingu. Byggingarkubbarnir eru unnir og heitpressaðir á umhverfisvænan hátt og eru að rúmlega 80% hluta úr efnum sem annars væri fargað. Þeir hafa þriggja klukkustunda brunaþol samkvæmt Evrópustaðli ( REI 180) Einangrunargildi útveggja er frá 0,28 w/m2K til 0,14W/m2K. Húsin viðhalda því vel varma. Hljóðdempun er góð í húsunum og er það mikilvægir liður í að skapa góða innivist. Þetta á einnig við um hljóðvist á byggingartíma hússins. Efnið er mjög basíkst, það þrífast því ekki mygla og aðrar óværur í því. Byggingarkubbarnir frá PAGO eru CE merkt vara og standast að öllu leyti kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar.
Frekari upplýsingar eða beiðni um skilalýsingu á netfangið dora@husfasteign.is eða í síma 8611105
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.